Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 17

Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 17
Á R M A N N ii Glímufélagið Armann er elsta starfandi íþróttafélag 1andsins. GlímufélagiÖ Ármann er stofna'Ö 15. desember 1888, og verður því 50 ára 15. næsta mánaðar. Aðalstofnendur félagsins voru sira Helgi Hjálni- arsson, nú búsettur á Hringbraut 144 hér i bæ og Pétur heitinn Jónsson blikksmiður. Til þessa tíma hefir stofndagur félagsins verið talinn 7. janúar 1906, sökum þess að eldri gerða- bækur félagsins voru glataðar og forntíð þess yngri mönnum félagsins ókunn. En á 30 ára afmæli Ár- manns, sem haldið var og talið frá 1906, skýrði séra Helgi Hjálmarsson, Kristinn Pétursson o. fl. eldri menn frá því, að félagið væri eldra. Hefir síðan verið unnið að því, að fá fornsögu félagsins skráða eftir minni þeirra manna, sem stofn- uðu Ármann og störfuðu i félaginu sem stjórnend- ur þess eða félagar alt til ársins 1906. Enn frem- ur hefir verið stuðst við blaðaummæli frá þeim tíma. Útdráttur úr sögu félagsins er i stuttu máli þessi: 25. nóvember 1888 gengur séra Helgi Hjálmars- son i stúkuna Einingin og hittir þar Pétur Jónsson blikksmið, sem þá var kunnur glímumaður, og berst tal þeirra að íslenskri glímu. Verður það að sam- Helgi Hjálmarsson. Pétur Jónsson. komulagi þeirra í millum, að stofna glímufélag meðal stúkubræðra. 30. nóv. sama árs hefjast svo æfingar í Templ- arahúsinu, en 15. des. sama ár er haldin æfing inni á Rauðarártúni, ])vi sumir héldu betra að detta á túni en fjalagólfi. Stakk Pétur Jónsson upp á því, að félaginu væri nafn gefið og látið heita Ármann. Var það samþykt með margföldu húrra. Á æfingu þessari voru mættir milli 20 og 30 menn. Eftir það var aftur horfið i Templarahúsið og æft þar til ársins 1893, að séra Helgi fluttist úr bænum norð- ur í land. Eftir það var lengi æft i húsi Framfara- félagsins, Beringshúsi og víðar. Fyrsta kappgliman var háð 1889, önnur 1890, og svo altaf i sambandi við þjóðhátíðina, sem haldin var árlega, og er þeirra flestra getið í blöðum frá þeim tíma. Eftir að séra Helgi fór norður voru þessir nú- lifandi menn helstu menn félagsins: Ásgeir Gunn- laugsson kaupmaður, Sveinn Árnason fiskimats- stjóri, Kristinn Pétursson blikksmiður, Þorgrímur Jónsson veggfóðrari, Laugarnesi, Erlendur Erlends- son veggfóðrari o. m. fl. Hafa þeir rakið sögu fé- lagsins frá ári til árs, til 1906, og hefir starfsem- in aldrei fallið niður, þó stundum hafi erfiðlega gengið, aðallega vegna húsnæðisvandræða. Þá urðu þeir tvisvar fyrir því óhappi, að tapa gerðabókum félagsins. í fyrra skiftið var strokið með þær og sjóði félagsins til Ameríku, en í síðara skiftið brunnu þær með húsi Jónatans Þorsteinssonar, Vatnsstíg 3. Þ. Magnússon.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.