Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 16

Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 16
IO A R M A N N Flokkurinn sem keppti við Hafnfirðingana. Jioðhlaupið vann Ármann með 5117 stigum. F. H. hlaut 5026 stig. Var það Baldur, sem réði úrslitum í boðhlaupinu. Hann hljóp sem 10. maður í okkar sveit og var síð- asti Hafnfirðingurinn búinn að hlaupa nokkra metra, þegar Baldur fékk sitt boð, sem hann skilaði samt 3—4 metrum fyr en Hafnfirðingurinn. Hefir okkur Ármenningum (og víst HafnfirSingum einn- ig) aldrei fundist Baldur teygja jafn vel úr sér og þá, og þó hefir hann margan sprettinn tekiS! Árangurinn í hástökkinu er sá jafnbezti, sem náðst hefir hér á landi. Heildarúrslit urðu þau aS Ármann vann kepnina með 10293 stigum gegn 10154 stigum, sem F. H. fékk. Þaö voru ekki eingöngu úrslitin eSa hinn óvænti sigur okkar, sem hvöttu mig til þess að geta nánar um þetta mót, en áður hefir verið gert, heldur hitt, að benda á að þetta er leiSin til þess að ná íþrótt- unum upp, að hafa fjöldakepni. Hugsum okkur muninn, aS sjá 10 keppendur í hástökki og lang- stökki eSa aSeins 3—4, eins og við eigum aS venj- ast og 20 menn í 100 m. hlaupi. Gætum við ekki vænst þess aS fá ,,stjörnur“ fljótlega aSeins ef við fáum fjöldann til þátttöku. Nú ættu íþróttafélögin aS gera áhlaup í þessa átt, og taka upp kepni meS fáum íþróttagreinum, en fjölda þátttöku. Eg vona aö þessi kepni hafi orðið til þess aS sanna, að slík- ar kepnir eigi fullan rétt á sér. — Áhorfendur að þessari kepni voru mjög margir og fylgdust mjög vel með allan tímann. Það sem íþróttafélögin, sem leggja stund á frjáls- ar íþróttir, þurfa að gera og það strax á vori kom- anda, það er að hafa frjálsra-íþróttamannadag, þar sem félögin tefldu fram öllum sínum mönnum, ekki síst nýliSum og fengju þau þá reiknaSan árangur hvers einstaklings. Eg trúi ekki öðru, en að frjáls- ar íþróttir yrSu þá meiri almennings eign, en þær eru nú og aS árangur mundi fljótlega verða sam- bærilegur við ýmsar greinar hjá öðrum þjóSum. Mér dettur i hug i sambandi við ]?etta, hvernig hinn efnilegi danski íþróttamaður, Holger Hansen, sem nú er þrefaldur meistari Dana, fanst! í fyrra var hann varla til i hugum íþróttamanna þar. Svo var það, að hann var þátttakandi í „Atletikdagen" og kepti þar í nokkrum greinum. Árangur hans í 100 m. hlaupi var 11.5 sek., tæpir 6 m. í langstökki o. s. frv. Þetta var hans fyrsta kepni. Hann hélt á- fram að þjálfa sig og hefir hann seirt „stjarna" far- ið síhækkandi á sigurhinmi Dana. Besti timi hans nú er 10.6 sek. í 100 m. hlaupi og yfir 7 m. stekk- ur hann í langstökki. Hann varS svo frægur í haust að „slá“ Evrópumeistarann í 100 m. hlaupi, hinn fræga hlaupara Hollendinga, Ozendarj). Þetta er ekki eina „stjarnan" sem kom úr þessari fjölda- kepni, heldur nefni eg það sem dæmi máli mínu til sönnunar, hve nauSsynlegt er að viS leysum úr læðingi undir stjórn góðra þjálfara þá földu krafta, sem viS álryggilega eigum i svo ríkum mæli í ís- lenskri æsku. Og takmarkiö er, aS íþróttirnar nái til fjöldans; þá mun aSeins byggja land vort hraust og lífsglöS þjÓS, Jens Guðbjörnsson.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.