Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 15

Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 15
A R M A N N 9 í Noreg-i, höföum viS ]>vi miki'S aS gera og margt aS sjá. ByrjuSum viS daginn meS þvi aS æfa, því sýning átti aS fara fram um kvöldiS. SíSan gengum viS um bæinn og skoSuSum hann, ]?ví hvaS áttu blankar manneskjur og gjaldeyrislausar annaS aS gjöra? — Seinna um daginn fórum viS upþ á Flöien, nutuni þaSan hins dásamlega útsýnis yfir Bergen og nágrenniS. Um kvöldiS höfSum viS sýningu í „Turnhallen". ásamt tveimur úrvalsflokkum frá Bergens Turn- forening. Sýningu okkar var mjög vel tekiS, og aS henni lokinni voru okkur færSir blómvendir og ræSur fluttar fyrir minni íslands. — SíSan fórum viS um borS í Lyra, og héldum heimleiSis frá Nor- egi. — Þegar til Færeyja kom, voru þar á bryggjunni mættir hinir tveir leikfimisflokkar, sem fyr eru nefndir. BuSu þeir okkur í bifreiS út aS Kirkjubæ. SkoSuSum viS þar ýmsar fornar minjar, en þegar til Þórshafnar kom aftur, héldu þeir okkur veislu, og fylgdu okkur siSan til skips. Frá Þórshöfn var haldiS heim; komiS viS í Vest- mannaeyjum. Komum viS til Reykjavíkur snemma morguns 13. júni, allar mjög glaSar og ánægSar meS ferSina, enda hafSi hún tekist mjög vel i alla staSi. Auk þeirra, sem á myndunum eru, tóku þessi þátt í Noregsförinni: Frú Eyrún GuSmundsdóttir, Sig- ríSur Sigurjónsdóttir frá Álafossi og Jens Magnús- son fimleikameistari íslands. 4 af þeim, sem fóru. Nýstárleg íþróttakeppni. Sunnudaginn 25. sept. fór fram kepni í þremur iþróttagreinum milli Glímufélagsins Ármann og Fimleikafélags HafnarfjarSar, í Hástökki, 5 kepp- endur, langstökki, 5 keppendur og 10X100 metra boShlaupi. Árangurinn var reiknaSur eftir finsku tugþrautatöflunni. Þetta voru nú ekki álitlegar greinar fyrir okkur Ármenninga, en viS gengum nú samt, eins og sannir íþróttamenn, glaSir og gunn- reifir til kepni. — ViS þetta bættist, aS öll aSstaSa viS mótiS var mjög léleg, og því varla aS búast viS góSum árangri. En viS þetta mega HafnfirSingarn- ir búa, og hvers vegna skyldi þaS ekki vera riógu gott handa okkur Reykvíkingum aS eins einu sinni? Kepnin fór fram á barnaskólalóSinni i HafnarfirSi. ByrjaS var á langstökki og urSu úrslit þessi: Ármann: Sig. NorSdahl 5.85 m. Karl Vilmundarson 5.81 m. jiBjörgvin Bjarnason 5.75 m. Grímur Grímsson 5,58 m. Hjörleifur Baldvinsson 5,44 m. Ármann 2429 stig. Fimleikafélag Hafnarfjarðar: Guðjón Sigurjónsson 6.02 m. Oliver Jóhannsson 5,70 m. Hallsteinn Hinriksson 5,62 m. Sig. Sigurjónsson 5.37 m. Sveinn Magnússon 5,30 m. F. H. 2284 stig. Þetta má telja mjög góSan árangur þar sem til- hlaupsbrautin var mjög slæm; hefSu vafalaust meira en helmingur keppenda náS 6 m. á betri velli. Þá fór fram hástökk og urSu úrslit þessi: Ármann: Grímar Jónsson 1.67JÚ m. Sig. NorSdahl 1.6734 m. Karl Vilmundarson 1.55 m. Jóhann Jóhannesson 1.5234 m. GuSm. Sigurjónsson 1.50 m. Ármann 2747 stig. Fimleikafélag Hafnarfjarðar: GuSjón Sigurjónsson 1.6734 m. Sig. Gíslason 1.6234 m. Hallsteinn Hinriksson 1.60 m. Sveinn Magnússon 1-5734 m. Karl AuSunnsson 1.55 m, F. H. 2844 stig.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.