Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 9

Ármann - 01.11.1938, Blaðsíða 9
A R M A N N 3 pað helsta, sem skeði á liðna starfsárinu. Á árinu sem leiö tóku rúmlegfa 500 manns þátt i æfingum hjá félaginu, í þessum íþróttagreinum: Fimleikum (8 flokkar), íslenskri glíniu, frjálsum iþróttum, hnefaleikum, handknattleik og róðraræf- ingum (innan húss). Er hér ekki taliö meö það fólk, sem stundaði skiðaíþróttina á vegum félagsins, en ]?að var mjög margt. Starfsemi félagsins út á við var mjög mikil og hefir félagið tekið þátt í iill- um íþróttamótunum hér, nema knattspyrnumótun- um. Skal eg nú geta nokkurra helstu kappmóta og sýninga á árinu. 1. febrúar var Skjaldarglíman háð; keppendur voru 9, allir úr Ármanni. Lárus Salómonsson vann bæði skjöldinn og 1. fegurðarglímuverðlaunin. 2. mars sýndi úrvalsflokkur drengja og úrvals- flokkur kvenna fimleika á barnaskemtun og ösku- dagsfagnaði félagsins. 9. mars hafði félagið fjölbreyttar iþróttasýningar í tilefni af 50 ára afmæli Sigurjóns íþróttakappa Pét- urssonar. Sýndu um 50 Ánnenningar: úrvalsflokkur kvenna, úrvalsflokkur karla og glímuflokkur. 12. og 13. mars var Thulé-skíðamótið háö og kejjtu þar 10 Ármenningar, í göngu, svigi og stökk- um. x5- °g l7- mars var háð sundmót í Sundhöllinni. Nokkrir Ármenningar keptu. 20. mars var háð skíðamót Ármanns. Kept var i 17 km. göngu um bikar þann, sem Ragnar E. Jóns- son framkvæmdarstjóri gaf. Keppendur voru 15- Guðm. Guðjónsson sigraði á 1 tíma 23 mín. 46,7 sek. 2. apríl fór glímuflokkur Ármanns til Keflavíkur og sýndi þar glírnu við ágætan orðstír. 3. apríl hélt skiðamót Ármanns áfram. Kept var í krókahlaupi, 400 metfa, um bikar þann, sem Sigur- jón Pétursson verksmiðjustjóri gaf. Keppendur voru 15. Þórarinn Björnsson sigraði. 21. apríl var háð víðavangshlaup í. R. og tókum við nú þátt í því að nýju, eftir margra ára hvíld. K. R. vann hlaupið; við fengum 39 stig og vorum nr. 3 af 5 félögum. Góð byrjun! 23. april kepti handbolta-kvenflokkur Ármanns vi'ð Kennaraskólastúlkur og sigra'ði með 9:5. 24. apríl var drengjahlaup Ármanns háð ; við urð- uni nr. 3. 25. —27. apríl var háð Sundknattleiksmót íslands. Ártnann vann B-lið Ægis með 5 :o, en tapaði i fram- lengdum úrslitaleik við A-lið Ægis með 2:1. Keppendur Ármanns í Skjaldarglímunni og Íslandsglímunni.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.