17. júní - 01.11.1925, Page 2

17. júní - 01.11.1925, Page 2
50 17. JUN;J Seyðisfjarðaröldu; var Þórður sendur þangað og dvaldist þar til 1862 hjá verslunarstjóra Friðrik Thomsen, en hann var drykkfeldur, og mun Þórður hafa borið litla virðingu fyrir honum. Haustið 1862 fluttist Þórður að Graf- arós til verslunarstjóra Jóseps Blön- dals og var þar í tvö ár tæp. En nú liafði Henderson reist stór- hýsi í Reykjavík, sem kallað var Glasgow, og var farinn að versla þar, stýrði Jónas Jónasson versluninni, og Pjetur bróðir Þórðar hafði fengið þar atvinnu, en þeir áttu lítt skap saman og fengu þeir bræður, Pjetur og Þórður, að hafa skifti, svo Pjetur fór norður en Þórður aftur til Reykjavíkur. Jónassen verslunarstjóri Hendersons tók Þórði hið besta. Glasgow náði brátt miklum viðskiftum frá öðrum verslunum Reykjavíkur, en kaupmenn höfðu horn í síðu Sveinbjarnar Jakob- sens, en hann var mesta lipurmenni og borgaði auk þess íslenskar vörur hærra verði, en kaupmenn Reykjavíkur. Óx því mjög aðsókn að versiuninni en eigi vinsældir hennar hjá kaup- mönnum. Rægðu þeir Jakobsen við Henderson, svo hann setti gætslumann til höfuðs honum, og varð úr þessu missætti. Arið 1866 sagði Jakobsen Þórði að segja upp stöðu sinni í Glasgow og taka við verslunarsijóra- stöðu fyrir sig með vorinu, og þóttist Þórður eigi geta neitað því boði. Haustið 1866 giftist Þórður Halldóru Þórðardóttur háyfirdómara Sveinbjörn- sen, og vorið 1867 tók hann við verslunarstjórastöðu við verslun Svein- bjarnar Jakobsens; tók sú verslun skjótt þroska, en eigi gat Jakobsen bygt stórhýsi það, er hann ætlaði að byggja hjá Glasgow, sakir skorts á rekstursfje. Árið 1869 var uppreisn á Spáni; hafði Jakobsen sent þangað tvo fiskfarma, en þeim var rænt. Þetta óhapp og óvild kaupmanna í Reykjavík gjörði Jakobsen gjaldþrota. Þórður hafði eigi haft nema 600 dali í laun og nú stóð hann uppi atvinnulaus. Keypti hann þá bát með veiðarfærum og hjelt til fiskjar á vertíðum, en það mun lítt hafa dregið, enda aflalítið þau ár. Þórður sótti ekki sjó með piltutn sínum en fjekst við innheimtur á upp- boðsskuldum og ýmislegt annað, reri og stundum á sjó með Jóhannesi Ólsen, og hafði Jóhannes svo frá sagt sjálfur, að betri háseti hafi aldrei á sjó með sjer komið. Mikið kjöt og fiður hafði hann og af að skjóta fugla. Árið 1860 fjekk Þórður skrif frá Jakob- sen um að koma norður, hafði bænda- fjelag við Eyjafjörð keypt kaupskipið „Gránu“, var komið fyrir í því sölubúð fyrir tilstilli Jakobsens, sem hafði útvegað vörur og leigt „Gránu“ til hausts. Fór Þórður nú sem lausakaup- maður með „Gránu“ og verslaði á Þórshöfn. Þá var sýslumaður á Húsa- vík Lárus Sveinbjörnsen, hálfbróðir Halldóru konu Þórðar. Hafði þangað borist fregn um, að yfirumsjónarmaður verslana Örum & Wulfs, Húsavíkur- Johnsen, hefði orðið bráðkvaddur í Kaupmannahöfn, og átti Gustav Iversen að taka við stöðu hans. Verslunar- stjóri Örum & Wulfs, Schou, hafði rækt slælega stöðu sína sakir drykkju- skapar, svo afráðið var að víkja honum frá. Benti nú Lárus Sveinbjörnsen á Þórð sem líklegan eftirmann hans, og skrifaði Þórður Örum & Wulf og bauð þeim þjónustu sína, en ekkert svar kom á því ári. En með fyrsta póst-

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.