17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 8

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 8
17. JUNÍ 56 sem var lamað og kúgað á allan hátt, sviít beztu landshlutum sínum, öllum verslunarflotanum, og þar við bættist, að hinn mikli iðnaður landsins var niður níddur á allan hátt, vegna óeirða og verkfalla, og vegna þess, að kol og járn og önnur vinnuefni til hans vantaði. — Auk þess að gangast undir hina hörðu friðarskilmála voru Þjóðverjar knúðir til að játa á sig alla sökina fyrir upptökum stríðsins. Frakkar halda fast við þessa hégilju enn þann dag í dag, þó sannari málavextir séu kunnir. Margir merkir menn, svo sem: Bran- des, Nitti, Keynis, Rolland o. fl. komust bráðlega að þeirri niðurstöðu, að Ver- salafriðurinn væri svo harður, að lagt værl ok á núlifandi og komandi kyn- slóðir Þýskalands um langan tíma. Einasta ljósglætan, sem samningurinn hafði að geyma, var ákvæðið um, að liægt væri að endurskoða liann, ef ástæða væri fyrir hendi. Þessi endur- skoðun hefir í raun og veru átt sér stað mörgum sinnum. Þannig urðu bandamenn að sleppa kröfunni um framsölu áðurnefndra 900 Þjóðverja, skuldakrafan var færð niður, fyrst árið 1921 niður í 132 milljarða, og á Lun- dúnafundinum 1924, þegar tillögur Dawes-nefndarinnar voru samþyktar, var höfuðstóll skuldakröfunnar færður niður í 45 milljarða, sem Þjóðverjar eiga að greiða á næstu 40 árum. Með vöxtum verður sú upphæð nálega 97,1 milljarður. — Þótt nú Dawes-samþyktin færði skuldakröfuna niður frá 132 mill- jörðum til 45 milljarða, er þó öllum óhlutdrægum mönnum ljóst, að hún er altof há enn. Ef nú sættin í Locarno nær full- gildingu, þá er enn eitt skarð höggvið í Versalafriðinn, þó hann í orði kveðnu eigi að standa óhaggaður, vegna þráa Frakka. Það voru auðvitað Þjóðverjar, sem urðu að sýna mesta sjálfsafneitun við samningagerðina i Locarno. Þeir urðu að skuldbinda sig til að reyna aldrei framar að ná Elsass-Lothringen undir sig með vopnum. En Frakkar og Belgir fengu sínar heitustu óskir upp- fyltar, að fá landamæri sín trygð svo kröftuglega, sem unt er með sáttmálum. Þetta hefir aftur þær afleiðingar, að þeir geta bráðlega minkað útgjöld sín til hersins mjög mikið. Englendingum var sættin einnig mjög kærkomin, því hún gjörbreytir allri stefnu þeirra í pólitik og gefur þeim frjálsari hendur til þess að snúa sér að nýlendupóli- tíkinni, einkum í Austurálfu. Auk þess heíir álit þeirra aukist um allan heim vegna þess, að utanríkisráðgjafi þeirra, Chamberlain, er álitinn faðir og frum- kvöðull sættarinnar. — En því verður heldur ekki neitað, að Þjóðverjar fá ýmsar ívilnanir og hlunnindi, ef að Locarno-samþyktin verður staðfest. Þótt Briand teldi það aukaatriði, að setuliðið færi burt úr Kölnaruindæminu og að setuliðshaldinu í Rínarlöndunr yrði breytt og það minkað til muna, þá er það eitt hið mesta nauðsynjamál fyrir Þjóðverja, eins og gefur að skilja, þar sem ennþá'eru um 135,000 her- manna af liði bandamanna á þessum slóðum. — Sömuleiðis liafa þjóðverjar fengið fast loíorð fyrir því, að stjórnar- skipunarlögum í Saar-héraði yrði breytt þeim í vil. Loks má geta þess, að þeir geta nú gengið inn í Alþjóða- sambandið, þar sem 16 gr. í lögum þess var numin úr gildi að því leyti

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.