17. júní - 01.11.1925, Page 16
64
17. JUNÍ
hún síðan færð í hvít klæði, í stað
fagurlegra klæða. úr marglitu efni. í
húsi tengdaforeldra, ef lifa, er þar me8
hana farið svo sem dauður hlutur
væri. Er dauði oft ákjósanlegri, en líf
þessara ekna.
Þegar Norðurálfumeun brutust inn í
Indland, myndaðist ný' stjett kvenna,
og um leið og hvítum mönnum fjölgar,
vex stjett þessi, sem eru „frillurnar".
Svo margar eru þær orðnar, að myndast
hafa sjerstakar siðvenjur, er snerta hag
þeirra. Það þykir t d. góður og
gildur siður, að húsíeður selja dætur
sínar á leigu fyrir 30—40 rúbea þóknun
á mánuði, má jafnvel stundum kaupa
stúlku, og láta koma sjóð fyrir í eitt
skifti fyrir öll, og má þá kaupandi með
hana fara eítir geðþótta sínum.
Auðvitað þykir Norðurálfubúum
þetta villimannslegt, og stundum hljót-
ast af glæDÍr og illvirki, en á hinn
bóginn kemur fyrir, að hvítur maður,
sein lifað hefur mestan hluta æfi sinnar
i myrkviðinum, veiður hugfanginn af
ambátt sinni og festir ekki yndi við
aðrar konur. Lætur hann henni þá
eftir eignir allar þegar hann deyr, eða
hverfur á braut. Konur þær, er ganga
kaupum og sölu, koma aðallega frá
Tiernstjettinni í Norður-Malabar-hjerað-
inu, sjer í lagi frá bæunum Cannanora
og Tellicherry.
Siðferðið hjá æðii stjettum er annars
ágætt og betra en víða í Norðurálfu.
L. S. þýddi.
FRIÐRIK Á. BREKKAN rithöfundur
og frú eru nýkomin frá Svíþjóð; þau
hjónin búa í vetur í Askov pr. Vejen.
Endurminningar frá bernsku-
árum mínum.
I.
Nítt líf í heiminn.
aldan haustmánuð árið 1887, lagð-
ist ung kona á sæng, f litlu herbergi
í húsi einu við Hlíðarhúsastíg í Reykja-
vík. Hjer var lágt til lofts, svo lágt að
hjónin rjett gátu staðið upprjett og
herbergið var að eins 3—4 álna breitt
og 5 — 6 álna langt.
Húsgögnin voru á þessu heimili, eins
og gerðist í þá daga á heimili fátæks
þurrabúðarmanns i Reykjavík; það var
rúm, borð, 1 eða 2 stólar og dragkista.
Þessi dragkista var mikið gersemi,
gamall ættargripur. Dragkistan var Ijós-
græn með hvítum rósum og undir
lokinu mörg hólf; — hin besta liirsla.
Hjónin, sem hjer bjuggu, voru í hús-
mensku hjá gildum útvegsbónda í
Reykjavik og bjuggu í húsi hans. Efn-
in voru ekki mikil, eins og ráða má
líka af því, að þau nú voru í húsmensku.
Hvar fundum þeirra hafði borið sam-
an fyrst, og hvar þau höfðu heitið
hvort öðru hjarta og hönd, — um það
veit jeg ekkert. íslendingar eru svo
þagmælskir, þeir segja sjaldan slíka
helgidóma öðrum, ekki einu sinni
nánustu ættingjum. —
Konan, sem hjer ræðir um, var ættuð
af Norðurlandi og þar höfðu foreldrar
hennar verið í húsmensku, þá er hún
kom í þenna heim. Hún ólst upp hjá
foreldrum sínum, en varð snemma að
fara að sjá fyrir sjer sjálf. Ástæðurn-
ar leifðu ekki, að heimasætan biði bið-
ilsins í föðurgarði. Húii varð að fara
og leita sjer brauðs meðal ókunnugra.
Hún var hár, tígulegur kvenmaður,