17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 11

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 11
17. JUNÍ 59 mínútna akstur. Við hlökkuðum öll til þess að koma þangað, enda höfð- um við þá sjerstöku ánægju að hafa íslending, Sigurð Sigtryggsson lektor, til þess að segja okkur frá þessum stað. í þýsk-danska stríðinu 1864 bygðu Danir röð af virkjum þvert yfir Suður- jótland. Frá þeim tíma er Dybböl- virkið. Þegar eg stóð á einni virkisbrúinni, fanst mjer eg standa á helgum stað. Hjer höfðu ungar danskar hetjur hnigið að velli fyrir ofureflinu prússneska. Hjer flaut blóð dönsku þjóðarinnar í baráttu fyrir frelsi sínu. Dybböl er minnisvarði þeirra dáðadrengja, sem þar ljetu líf sitt fyrir ættjörðina, menn, sem ekki voru að eins danskir í orði, heldur inst og dýpst. Þegar eg læt hugann fljúga til baka til þessara löngu liðnu atburða, skil eg þá helgi, þann minningarljóma, sem hvílir yfir þess- um stað. — Kl. 6 urðum við að kveðja Dybböl og Sönderborg. Öll hefðum við viljað vera þar lengur, en tíminn var naumur, sem ætlaður var til fararinnar. Aftur ókum við af stað með háværum kveðjuhrópum. Nú var förinni heitið til Rönshovedhöjskole. Hann stendur við Flensborgarfjörðinn. Þegar við höfðum ekið góða stund, var komið á móti okkur með vagna. Það var skift um í snatri og haldið svo áfram. Eftir x/2 klst. akstur komum við til skólans. Fyrsta skiftið á ferðinni sáum við hjer íslenska flaggið. Það bærðist hægt og hátíðlega i andvaranum, eins og tígu- legur útvörður þjóðarinnar fámennu norður í Atlantshafinu. Þarna skyldi verið um nóttina, í skólanum og í nágrenninu. Um kvöldið var samkoma. Skóla- stjórinn Aage Möller hjelt langa og snjalla ræðu. Skýrði hann sögu þjóðernisbaráttu Suðurjóta. Hann talaði um Suðurjótland sem útvörð, ekki að eins Danmerkur heldur Norðurlanda. Nú væri mikið undir því, að reynast trúir verðir gegn öllum áhrifum, sem stefndu í þá átt, að veikja danskt þjóð- erni í Suðurjótlandi. Endaði hann ræðu sina með þvi, að láta í ljós þá ósk til allra ungra Dana, að þeir bæru merkið hátt í framtíðinni. Áge M. Benedictsen hjelt þvínæst ræðu. Mæltist honum vel að vanda. Millan á Dybböl. Eftir beiðni hans sungum við nokkur islensk lög. Að því búnu var gengið til borðs. Þegar samkomunni var slitið var orðið framorðið, svo við gengum strax til hvílu. — Næsti dagur rann upp bjartur og heiður. Nátturufegurðin þarna var óvið- jafnanleg þennan júnímorgunn. Sólin varpaði morgungeislum sínum yfir akra og engi. Skógurinn breiddi út laufkrónu sína, tignarlegur og fagur. Loftið kvað við af fuglasöng, það var lofsöngur um sumar og sól og græna lunda. — Flensborgarfjörðurinn lá bárulaus og sljettur, eins og stór spegill.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.