17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 12

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 12
60 17. JUNI Þátttakendur fararinnar, á landamærum Danm. og Þýskal. Hinu megin sást yfir til Þýskalands. Náttúran og sumarblíðan skartaði sír.- um fegursta skrúða. Kl. 9l/2 var haldið af stað til landa- mæranna. Við kvöddum stúlkurnar á skólanum með margföldu íslensku „liúrra". Svo var ekið úr hlaði. Skóla- stjórinn var með okkur. Þegar við komum til Hrusaa-hotel, stigum við úr bílunum og fórurn fót- gangandi gegn um Kallands skóginn. Það er stór og stæðilegur beykiskógur, sem teygir sig yfir ása og hæðadrög. — Þegar nær dró landamærunum, stóðu hvervetna vopnaðir danskir hermenn á verði. Stúlkurnar gáfu þeim blómvendi og hlutu bros og hýrt augnaráð að launum. Ekki máttum við fara langt inn fyrir takmörkin, þó gat eg tekið mynd af öllum hópnum á þýskri grund. Þótti okkur það frægð mikil að hafa verið í Þýskalandi. Við Kobbermölle fórum við í bílana aftur og nú var ekið til jámbrautar- stöðvarinnar í Kro. Þar skildi skóla- stjórinn við okkur. Kvöddum við hann þar á stöðinni ineð þökk fyrir góða leið- sögn. Nú var haldið til Tönder. Eftir því sem lengra dregur vestur á bóginn breytist lands- lagið. Skógurinn mink- ar og landið verður enn þá flatara, engin hæð eða ás svo langt augað eygir. í 'f'önder tók Sivers Iektor á móti okkur og sýndi okkur bæinn. Þar eru mörg mjög gömul hús, bygð eftir byggingarsniði miðaldanna. Mörg þeirra snúa göflun- um út að götunni. í Tönder eru margir Þjóðverjar. Þar er þýskur mentaskóli, kostaður af dönsku fje. Götunöfn og auglýsingar eru víða bæði á þýsku og dönsku. Sýnir þetta alt annað en frjálslyndi. Við gengum um stund og skoðuðum bæinn. Þegar við vorum orðin þreytt, fengum við hressingu áður en farið var af stað til Mögeltönder, sem er örskamt frá Tönder. Áttum við að gista þar síðustu nóttina. Þegar þangað kom, biðu gestgjafar okkar á stöðinni með vagna og bíla til þess að aka okkur heim í. Eins og áður, bjuggu sumir í bæum en aðrir í nágrenninu. Kl. 4 var lagt af stað í ökuför. Fyrst var farið til smáþorps eins á landa- mærunum. Landamerkjalínan liggur eftir endilangri götunni í þorpinu. Annarsvegar er Þýskaland, hinu megin Danmörk. Frá þorpi þessu var haldið til Höjer, sem er smábær úti við Vesturhafið. — í

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.