17. júní - 01.11.1925, Page 6
54
17. JUNÍ
tilhliðrunarsemi frá hendi óvina vorra,
hlýtur að koma fyr eða seinna. Ef
við hefðum enga von um það, mundi
enginn maður í landi voru vilja lyfta
fingri til nokkurs hlutar, enginn gæti
haldið áfram að vera í stöðu sinni eða
embætti. Alt mundi leysast upp í
óskipuleika (Kaos), ef menn mistu alla
trú á framtíð Þýskalands. En nú verð-
um við að skrifa undir skilmálana,
því annars munu óvinir vorir brjótast
inn í land vort með öllum hugsanlegum
morðvopnum og beina þeim gegn oss,
sem erum algerlega verjulausir, og ný
hungurspenna, ennþá hræðilegri en sú
fyrri, mun umlykja land vort“.
Allir mestu stjórnmálamenn og bestu
lýðveldissi anar hafa bæði í orði og
verki aðhylst þessa skoðun Bauers, má
einkum nefna þá Rathenau, Simon,
Ebert, Marx og nú þá Streesemann
og Luther. En mestar líkur eru þó til
að Hindenburg ríkisíorseti hafi átt
mestan þátt í því, að sættir komust á
í Locarno. Hann hefir þá í þriðja sinn
bjargað föðurlandi sínu frá eyðiieggingu
og voða. Eins og kunnugt er, frelsaði
hann það í fyrsla skiftið þegar hann
stöðvaði herhlaup Russa og vann
algeran sigur yfir ofurefli þeirra í
Austur-prússlandi, haustið 1914, í
annað sinn frelsaði hann Þýskaland,
er honum, eftir ósigurinn mikla árið
1918 og vopnahljeð (11. nóv. s. a.)
tókst að halda leyfum hersins saman,
og koma honum öllum heim, án þess
nokkur misklíð yrði á heraganum.
Hann var svo skynsamur að lúta
stjórnarbyltingarflokknum, sem tekið
hafði völdin, þegar í stað, enda þótt
hann áður hefði þjónað keisurunum
alla æfi. Hindenburg bauð herforingjum
sínum og hermönnum að sýna rauða
uppreistarfánanum fulla virðingu og
þannig leiddi hann þjóð sína hjá voða-
legu borgarastríði, sem að sjálfsögðu
heíði gengið yfir alt Þýskaland og drekt
því í blóði, ef annar hefði farið með her-
stjórn. Herhlaup þýska hersins á her
bandamanna, í júlí 1918, var ekki gert
eftir skipun Hindenburgs heldur Luden-
dorffs, sem í raun og veru var yfir-
hershöfðingi, þótt Hindenburg bæri
nafn af því. Próf. Hans Delbrtick
hefir nýlega skrifað um þetta herhlaup
Ludendorffs og gefur honum alla sök
á ósigrinum.
Allir þekkja hrakfarir þýska hersins,
eftir að bandamenn hófu sóknina við
Marne þ. 18. júlí, svo ekki þarf að
eyða orðum um þann kafla ófriðar-
sögunnar.
Það leikur enginn efi á, að Hinden-
burg er jafnhygginn stjórnmálamaður
og hann var frábær hershöfðingi. Hann
cg Streesemann og aðrir bestu menn
Þjóðverja, vilja af alhug reyna að leiða
þjóð sína hjá fjárhagslegu hruni og
pólitískri eyðileggingu, án þess að
hyggja á hefndir, alveg gangstæt
Gambetta og öðrum þjóðarmetnaðar-
mönnum Frakka, sem altaf voru að
blása í glæðurnar eftir hrakfarirnar 1871.
Sættin í Locarno gefur von um,
að hagur Þjóðverja muni ekki aðeins
batna stórum og virðing þeirra aukast,
heldur einnig, að meiri friðarandi og
friðsemi verði ráðandi milli þjóðanna,
í staðinn fyrir hnefaréttinn, sem hingað
til hefir setið í hásæti, og sömuleiðis
að öll viðskifti milli þjóðanna aukist
og dafni og betri tímar renni upp.
Lloyd George sagði í ræðu er hann
hélt í Parlamentinu þ. 14. mars 1914:
„Nations shall be bounded together
for the protection of each other and
I