17. júní - 01.11.1925, Page 10

17. júní - 01.11.1925, Page 10
58 17. JUNÍ Af ferð um ÆSTA morgun þegar við vöknuð- um, skein sólin björt á heiðum himni. Við komum stundvíslega á ákveðinn stað, ásamt gestgjöfum okkar. Einn staður var sá í Kristiansfeld, sem við urðum að sjá. Það var kirkjugarður bræðrasafnaðarins þar. Hann er um- girtur háum og fögrum trjám og með- fram gangstígunum inn í garðinum eru trje, sem mynda skuggasæl trjágöng. Það sem fyrst vakti athygli okkar, voru legsteinarnir. Þeir eru alveg ólíkir Sönderborg. því, sem eg hef sjeð áður. Allir eru þeir mjög einfaldir og látlausir og að öllu leyti eins. Þeir eru ímynd jafnaðar hinu megin grafar. Stutt áletrum er á hverjum steini, en annars ekkert skraut. Enn er eitt einkennilegt við þennan grafreit. Öðru megin í garðinum liggja konur, hinu megin karlar. Um langan aldur hefur það verið venja, að konur sætu í norðurhlið en karlar í suður- helmingi kirkjunnar að guðsþjónustu. Þessi söfnuður virðist einnig hafa látið þessa venju ráða í grafreit sínum. Kl. 9 vorum við ferðbúin, höfðum kvatt vini vora í Kristiansfeld og þakk- að þeim fyrir viðtökurnar, sem voru Suðurjótland. - Nl. framúrskarandi góðar. Bílarnir runnu af stað og húrrahrópin dundu við og hattar og vasaklútar voru á lofti. Brátt vorum við úr augsýn og hjeldum nú með fullum hraða í áttina til Sön- derborg. Ökuförin gekk vel. Á leiðinni rifjuð- um við upp minningar siðasta dags og sögðum hvert öðru, hvernig okkur hafði liðið um nóttina. Skorti þá ekkert annað en nógu sterk lýsing- arorð. Við ókum um Haderslev til Aaben- raa. Þar var numið staðar stutta stund. Við þurftum hressingar við, enda feng- um við hana góða. Klukkan 1 komum við til Sönder- borg. Þar var okkur tekið með sömu alúðinni. Hver fylgdi sínum gestum heim og eftir að við höfðum þvegið af okkur ferðarykið og snætt, komum við öll aftur saman niður við Sönder- borgslot. Því miður höfðum við ekki tíma til að skoða þessa gömlu höll nákvæmlega. Það er stór bygging af rauðleitum múrsteini. Hjer sat Kristján II.. fanginn i mörg ár. Fangaklefinn var í turni einum, sem nú er ekkert eftir af annað en þríkantað múrsteinsstykki. Höllin hefur hvað eftir annað verið bygð upp. Það eina, sem hefur að fullu • haldið sjer, er kirkjuhvelfingin í miðarmi hallar- innar. Undir yfirráðum Þjóðverja var höllin notuð fyrir herskála. Á þeim árum hnignaði henni stórum. Nú er þar stórt og merkilegt safn. Eftir skamma dvöl í bænum var haldið upp til Dybböl. Þangað er örskamt frá Sönderborg, að eins fárra

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.