17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 19

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 19
17. JUNÍ 67 það vel og áreiðanlega. Efninu er skipað einsog gerist í málfræðisbókum. í alllöngum „viðauka" skýrir höf. helst frá nýjúngum og öðru á 16. öld og síðar, mikið eftir prentuðum bókum (Nýja testamenti Odds og fleirum, einkum eldri málfræðisbókum). Bókin er yfir höfuð ágæt það sem hún nær og verður fræðimönnum að miklu gagni. Hún er samin með róttækri þekkíngu og góðri skynsemi; höf. er laus við öfgar og öfugyrði sem oft ber allmikið á hjá sumum, er hafa ekki nægilega a 1 m e n n a málfræðis- þekkíngu; verða þá ýmsar athuganir, sem í sjálfum sjer eru góðar, misskildar og það sem leitt er út af þeim rángt eða skakt, meira eða minna. Jeg hef lítið eitt að alhuga við rit Björns og að fara að tína hjer til alt smátt, sem finna mætti, á ekki við í þessu blaði. Það sem höf. ritar um „mín, þín, sín“ (sem eignarfornafn) á 44. bls. er ekki rjett, en hann hefur sjálfur leiðrjett það (á 98. bls.). Skýríng hans á tvímyndunum magn og megn (á 10. bls.) er keiprjett; hjer getur ekki verið um hljóðbrigðismun að ræða. Það er ekki rjett til orða tekið (á XIII. bls.) að segja, að e í þreng- liafi breyst í ey, heldur er það 0 (hljóðvarp af e) sem hefur breyst í ey, eða, rjettara sagt, verið skrifað svo. Höf. segir (á 63. bls.), að myndin „gjöra“ muni nú horfin úr töluðu máli. Jeg veit ekki, hvort þetta er rjett; en sambekkíngur minn (úr Árnessýslu) sagði aldrei annað en „gjöra, gjörði". Við hinir sögðum „gera“. Höf. segir (á 79. bls.), að þyrnir geti haft hvorugkyns fleir- tölu: þyrnin; mjer finst viðkunnanlegra og rjettara að segja, að þyrni, hvk., sje myndað af þorn, (einsog eiki af eik og margt fleira þesskyns). Ekki kann jeg við að kalla „eða“ spurnar- atviksorð „= hvort“ (sjá 123. bls), það er „yfirferðarorð" (með leyfi) frá einni setníng til annarar; því má alveg sleppa og er setníngin spurnarsetníng eins fyrir því. Það sem höf. segir (á 78. bls.) um „ganna“, af gaman, verður að falla úr með öllu, því að alt öðruvísi stendur á í dæminu, sem vitnað er í. Mjer er óhætt að mæla með kverinu og er viss um, að það verður notað mikið af málfræðíngum, og það á það skilið. Óskandi væri, að höf. fengi tóm til að halda þessum rannsöknum sínum áfram. 31. oktober 1925. Finnur Jónsson. Thordur Tomasson: Kors og Krone. O. Lohse. Kobenhavn 1925. Þórði Tómassyni virðist ljett um að yrkja. Þessi litla kvæðabók, sem hjer ræðir um, er mest guðrækilegs efnis, og skín einlæg trú höfundarins gegnum kvæði hans. Hann yrkir um jól, páska og hvítasunnu, fögur kvæði, borin uppi af einlægri trú og hrifning. Hann yrkir til móður sinnar: Jeg skikker Dig min Hilsen, min elskede Mor, mens Klokkerne kiiner i Dag. Dér, hvor Du stedes, der lider mod Nat, og Du kender Dig gammel og svag. Det fylder med bævende Vemod mit Sind, thi dybt i mit Væsen Du bor; Du er jo i hele den vide Verden min egen, min eneste Mor! Þá eru hjer tvær þýðingar á ísl. sálmum: „Forklarelsen paa Bjerget* (Vald. Briem) og „Om Dodens uvisse Time“ (Hallgr. Pjetursson), einkar vel þýtt. Líka er kvæði til íslensku kirkjunnar: Hilsen til Islands Kirke:

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.