17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 3

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 3
17. JUNÍ 51 skipi 1871 fjekk Þórður brjef frá þeim um að sjer stæði staðan opin, en fara yrði hann strax norður áður skip kæmu þangað; en lána varð hann fje til fararinnar, því að efnin voru engin. Þegar norður kom settist hann fyrst að hjá Sveinbjörnsen mági sínum. Fór nú Schou að skila af sjer vöruleifum og fá þær í hendur Þórði, einnig gjörðu þeir upp bækur, áður skip kæmu. Fjekk Þórður Schou til þess að segja álit sitt um hvern einstakan skuldu- naut. Þegar skip kom fyrst í maí var því alt undirbúið og mátti þegar fara að afgreiða skipið. Við rannsókn kom fram, að viðskilnaður Schous var í mestu óreglu. Konu sinni og 3 börnum tókst Þórði að ná að sunnan á skipi með elsta Watnesbróðurnum, sem þá verslaði með timbur í Reykjavík. Húsgögn þau, sem hann átti eigi fyrir, keypti hann af Schou, og komst heimili hans brátt í lag. Þórður ljet sjer jafnan mjög umhugað um, að verslunin væri byrg af matvöru, en um glingur var þar lítið. Vorið 1872 urðti ákafir jarðskjálftar á Húsavík, svo alt sem lauslegt var hentist úr stað. Sendi Þóiður þá konu og börn til sjera Magnúsar á Grenjað- arstað, en veður var kalt, og fjekk eitt barn hans, Andrjes, lungnabólgu og dó. Árið 1882 var kaupfjelag Þingeyinga stofnað. Upphaflega átti kaupfjelag þetta að vera pöntunarfjelag, en brátt kom það á fót söludeild, því að ómögulegt reyndist að menn gætu pantað alt sem þarfnaðist. Mun við- skilnaður sumra við verslun Örum & Wulfs eigi hafa verið sem bestur og reis af óvild og deilur milli Þórðar og kaupfjelagsforkólfa. Árið 1881 dó Halldóra kona Þórðar, og syrgði hann hana mjög. — Börn átti Þórður mörg: Þórð, nú lækni á Bornholm, Stefán kaupmann á Húsavík, Sveinbjörn fiskimatsmann á Húsavík, Pjetur, dó ungur í Kmhöfn við laganám, Kirstínu konu fyrv. læknis Ásgeirs Blöndals, Baldur, búsettan í Ameríku, Friðrik sömuleiðis og Þóru konu Ja- kobs Möllers í Reykjavík, en hún er dáin fyrir fáum árum. Árið 1892 giftist Þórður í annað sinn Maju, dóttur Theodórs Sveinbjörnsens, er lengi var læknir í Silkiborg og dó þar; hún var því bróðurdóttir fyrri konu hans. Eiga þau 6 börn á lífi. Árið 1902 ljet Þórður af verslunar- störfum, fluttist til Danmerkur og dvaldist fyrst á Langalandi en fluttist síðan til Kaupmannahafnar. Þórður var á yngri árum fríður maður og glæsilegur, freklega meðal- maður á vöxt, herðabreiður og þykkur undir hönd. Hann var ljós yfirlitum með bjart hár og yfirskegg, krafta- maður mikill, snar og fylginn sjer með afbrigðum, sjómaður góður og aíbragðs skytta. Hann var allra manna áreið- anlegastur, ef hann lofaði einhverju, tryggur vinum sínum en harður í horn að taka þeim, sem honum þótti bregð- ast sjer. í stuttu máli: glæsimenni og drengskaparmaður. . . r . . I.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.