17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 7

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 7
17. JUNÍ 55 the world as a whole against the force“. Þessi spádómur hans er nú ef til vill að rætast. Hann gekk þó á bak þessara orða sinna, líkt og Wilson, er hann knúði Þjóðverja til þess að ganga að ósæmilegum ofbeldisfriði. Reyndar yðraðist Lloyd George synda sinna, og einkum reis hann öndverður gegn Schlesíu- hneyxlinu. Lloyd George barðist altaf í ræðu og riti móti hertöku Ruhrhéraðsins og sýndi fram á, hvílíkt ofbeldi Poincare og hans fylgifiskar höfðu þar í frammi gegn varnarlausri þjóð. Sættin í Locarno verður að öllum líkindum samþykt af stjórnum allra hlutaðeigandi landa, nu fyrir jólin, og þá er fyrsta sporið stigið til að létta á því oki, sem lagt var á Þýskaland með Versaiafriðnum. Georg Brandes heimfærir þessi orð Goethes um Ver- salafriðinn: „Nichts schrechlicher kann dem Menschen gesehen, als das ab- surde, verköiperte sehen“. — Flesta mun eitthvað ráma í skilyrðin, sem Þjóðverjum voru sett, þó þykir mér rétt að geta höíuðatriða friðarsamnings- ins að nokkru. Meðan vopnahléið stóð yfir, urðu Þjóðverjar fyrst og fremst að láta af hendi næstum öll hergögn. Seinna kröfðu bandamenn þá um allan verzl- unarflotann, nema smáskipin. Enn- fremur urðu þeir að láta af hendi helminginn af gullforða sínum, og sömuleiðis ógrynni af landbúnaðarvél- um og húsdýrum o. m. a. Yfir 300 greinar í Versalafriðnum byrja á annari hvorri þessara setninga: Þýskaland afsalar sér rétt sinn til, eða: Þýska- land skuldbindur sig til. Fyrstu árin eftir Versalafriðinn vcru Þjóðverjar að heita mátti réttlausir bæði heimafyrir, en einkum fyrir utan landamæri ríkisins. Innanlands var frelsi þeirra og sjálf- stæði hnept í fjötra af ótal nefndum og umsjónarmönnum. Utanlands voru þeir alveg réttlausir að kalla, urðu að afsala sér rétti til eigna sinna erlendis, sem voru margra tuga milljarða virði, einkum sjóritsímarnir. Ennfremur voru allir samningar þeirra við önnur ríki dæmdir ógildir, hvort sem um póli- tíska- eða verzlunarsamninga var að ræða, þeir urðu að lofa að framselja helstu menn þ.óðarinnar, bæði stjórn- málamenn og herforingja og vísinda- menn, um 960 að tölu, í hendur bandamönnum til dóms. Samkvæmt Versalafriðnum urðu Þjóðverjar að láta af hendi 18 °/0 af landi sfnu og auk þess allar nýlendur, er Frakkar og Englendingar skiftu á milli sín. íbúar þessara landshluta, er Þjóðverjar mistu, voru um 5% milljón. Það voru að mörgu leyti hin auðug- ustu lönd ríkisins, er gáfu af sér 60 milliónir tonna af kolum árlega og 25 °/0 af sykur-, jarðepla- og skógaraíurð- um ríkisins, og um 50% af málm- námum þess. Þjóðverjar urðu að ganga að greiðslu skaðabóta í gulli, vörum og vinnu. Fyrst var skuldakraía bandamanna á hendur þeim um 200 milljarða gull- marka. En er þeir komust að raun um, að þessi upphæð væri ófáanleg, var loks fastráðið á Lundúnafundinum 1921, að skaðabæturnar skyldu nema 132 milljarða gullmarka, eða svo gífur- legri upphæð, að hún svaraði til helmings allra þjóðareigna í Þýska- landi. Auðvitað var öllum skynbærum mönnum þegar ljóst, að engin þjóð gæti nokkru sinni greitt þessa fjárupp- hæð af hendi og allra síst Þýskaland,

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.