17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 9

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 9
17. JUNI 57 sem þá snertir. Sem frjáls meðlimur Alþjóðasambandsins getur Þýskaland náð aftur völdum og áliti, sem eitt af helstu stórveldum Evrópu. — Auðvitað voru ekki allir ánægðir með Locarno-sættina. Þjóðmetnaðar- menr: í öllum ríkjum, en þó einkum Þýskalandi, risu öndverðir gegn henni og kváðu hana fjarstæðu og smánar- lega. Þýski blaðamaðurinn og stjórn- málamaðurinn Theodor Wolff, komst nýlega þannig að orði um þá: „Die Dumheit glaubt iiberall patriotischer zu sein als der klare Verstand". í Frakk- landi hófu svæsnir áhangendur þeirra Poincare’s og Millirands þegar rimrnu gegn þeim Briand, Herriot og Painlevé útaf sættinni, vegna þess að hún er þröskuldur í vegi fyrir landvinninga- og ofbeldis-pólitík þeirra. Að öllum líkind- um verður Locarno-sættin þó stað- fest í öllum hlutaðeigandi ríkjum — einnig í Þýskalandi og á Frakklandi. Frakkar hafa nú í mörg horn að líta, þeir eiga í stríði bæði í Morakko og á Sýrlandi; skuldakrafa Bandaríkjanna aflar þeini líka mikilla vandræða, enda fellur gengi peninga þeirra með degi hverjum. 9. Nóvember 1925. Vald. Erlendsson. Bækur, blöð og tímarit. Guðm. Finnbogason: Stjórnar- bót. Bókav. Ársæls Árnasonar. Rvík. 1924. Mjer virðast litlar líkur til þess, að stjórnfyrirkomulag það, sem Dr. Guðm. Finnbogason gerir að umtalsefni í bók þessari, yrði til nokkurra bóta á íslandi. Þar yrðu sennilega sömu vandkvæðin á að finna rjetta menn á rjettan stað, þó að farið yrði eftir tillögum hans. En það er vitanlega ekki vítavert, þó að menn reyni að finna aðrar leiðir til stjórnfyrirkomulags, en þær, sem nú eru almennastar. Öll próf geta verið villandi, eins í þessum efnum sem í öðrum. Það praktíska kemur ekki æfinlega fram við próf og fylgist heldur ekki æfinlega að með því, sem kallað er gáfur. Annars er bók þessi vel rituð, eins og alt það, sem þessi höfundur sendir frá sjer, en verður að teljast meira sem dæmi um hugmyndaflug þessa gáfumanns en reynslu hans í þessum efnum. Þ o r f. K r. (Frh. frá bls. 52). ísland og íslendingar erlendis. SIG. SKAGFELDT óperusöngvari heldur hljómleika hjer í bænum síðast í febrúar eða í miðjum mars næstk. DANSK-ISLANDSK SAMFUND hjelt fyrsta fund sinn á þessum vetri í fyrri mánuði. Flutti próf. Halld. Hermanns- son fyrirlestur um Vínland, og á eftir var söngur og hljóðfærasláttur. Fund- urinn var all fjölmennur. GUÐM. GÍSLASON kennari, sá er skrifað hefur ferðapistilinn frá Suður- jótlandi lijer í blaðinu, dvelur hjer á kennaraskólanum í vetur. Frk. INGIBJÖRG ÓLAFSSON, ritari í K. F. U. K., dvelur í Englandi um þessar mundir. Þaðan fer frk. I. Ó. til Parísar og dvelur þar nokkurn tíma. (Fdi. bls. 68).

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.