17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 13

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 13
17. JUNI 61 Endur fyrir löngu var þar sævarbotn, en smátt og smátt hefur landið hækkað upp. Sævarjurt ein, er „merski“ nefnist, hefur þann eiginleika að spretta á grunnsævi. Hún bindur sandinn og myndar jaiðveg. Ströndin er svo lág að hlaða verður varnargarða, þó liefur sjórinn oft flætt yfir og gert mikinn skaða. Við dvöldum þarna úti við hafið nokkra stund, en svo var haldið heim aflur til Mögeltönder. Þar var samkoma um kvöldið í sam- komuhúsi bæjarins. Margar ræður voru haldnar. Við urðum að syngja nokkur lög og að því búnu lijelt einn fjelagi okkar, Björn Guðmundsson kennari, ræðu. Endaði hann með því að þakka öllum þeim mörgu, sem höfðu gert för þessa svo ánægjulega. Um morguninn var okkur ekið til járnbrautarstöðvarinnar í Tönder. Nú var förinni heitið tii Ribe. Þangað komum við um hádegi. Glaða sólskin var og steikjandi hiti, blæjalogn og ekki skýskaf á lofti. Við byrjuðum á því að skoða bæinn. Það er einn sá elsti í Danmörku. Um 1200 stóð hagur hans með mestum blóma. Þá var Ribe stærsti verslunar- og siglingabær Danaveldis. Smátt og smátt fór vegur hans hnignandi. Kaupmannahöfn varð stærri og stærri og dró til sín verslunina. Stríð, drepsóttir og eldsvoðar heijuðu oft Ribe. En eftir ófriðinn 1657—60 var hann næstum í eyði. Síðan liefur hann aldrei náð sjer. Merkasta bygg- ingin í bæum er Ribe dómkirkja. Hún er bygð í rómverskum stíl og er ein af elstu kirkjubyggingum á Norður- löndum. Hún var fullgerð á árunum 1125—60. Kirkjutuminn er geysihár. Uppruna- lega var það varnarturn eða varðturn. Þangað komum við upp. Er þaðan fagurt útsýni yíir nágrennið. Skamt fyrir utan bæin er hæðardrag eitt. Þar stóð í gamla daga stórhýsi, svipað Koldinghus. Höll þessi var bygð um 1200. Var lengi varnarkastali. Þessir tveir kastalar, Koldinghus og Ribehöllin, voru eins og tveir knýttir hnefar til varnar. Um 1700 fjell höllin niður og var aldrei reist aftur. Á hæðinni stendur líkneski af Dagmar drotningu. Hún er kona Valdimars sigurs. — Hún stend- ur í framskut skips, sem kemur sigl- andi af hafi. Öldurnar veltast freyð- andi undan stafni skipsins. Dagmar skyggir hönd fyrir auga og horfir framundan. Myndastyttan á að tákna Dagmar, þegar hún í fyrsta skifti leit Danmörku rísa úr hafi. í Ribe skildi Áge Meyer Benedict- sen og kona hans við okkur. Þau fylgdu okkur á stöðina og þar kvödd- um við þau með alúðarþakklæti fyrir samveruna. — Dagmar drotning.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.