17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 5

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 5
17. JUNI 53 Friðarsamningarnir í Locarno. SEX ár eru liðin, síðan hinn íll- ræmdi Versalafriður gekk í gildi. í öll þessi ár hefir hatur og hefnd- arótti ráðið mestu í huga og gjörðum stjórnmálaforingja Norðurálfunnar. Nú fyrst virðist friðarbjarminn vera að brjóta sér leið gegnum myrk ófriðar- þokuský, sem grúft hafa yfir Evrópu síðustu 12 árin. í Locarno varð hatrið og þjóðar- drambið að lúta í lægra haldi um stund; forsprakkar ríkjanna gátu talast við í ró og næði. Árangurinn af því varð meiri en nokkur hafði búist við. Á öllum fyrri alþjóðafundum, svo sem i Spa, Rapollo, Haag, París og London varð árangurinn oftast enginn eða minni en enginn, en vonbrigðin stór, og enginn bjóst við meiri árangri eftir fundinn í Locarno. Það yrði of langt mál að skýra frá öllum þeim samningum, er stjórnmála- menn stórveldanna,- þeir Chamberlain, Luther, Streesemann, Briand og Van- dervelde gerðu ineð sjer í Locarno. Mikilvægasta atriði þeirra er þó sú ákvörðun, að landamærin milli Þýska- lands á aðra hönd og Frakklands og Belgíu á hina, skulu vera óhögguð um aldur og æfi og sérhvert ríkjanna skuldbindur sig til að riíta eigi friðn- um til þess að raska þeim; en Eng- land og Ítalía ganga í ábyrgð fyrir að þessir samningar verði haldnir. Þau ganga ekki að eins í ábyrgð fyrir Frakk- land og Belgíu gegn árásum frá Þjóð- verjurn, heldur einnig gegn ofbeldi og árásum þessara ríkja á Þýskaland. Frakkar geta ekki ráðist aftur, alvopn- aðir, inn í v.arnarlaust land, eins og þeir gerðu 11. jan. 1923, þegar þeir hertöku Ruhr-héraðið, án þess að Eng- lendingar skerist í leikinn. Samkvæmt sættinni í Locarno, eiga geiðardómar að skera úr öllum þrætum og deilum milli þjóðanna í framtíðinni. En þau mál, sem gerðardómar geta ekki leitt til lykta, eiga að leggjast undir dóm alþjóðabandalagsins. Efalaust er helsta orsökin til þess, að samningar gengu tiltölulega greitt á Locarnofundinum, sú, að mikil breyting hefur orðið á hugarfari þjóð- anna síðustu árin, einkum eftir her- töku Frakka á Ruhrhéraði. Allir hinir bestu og vitrustu menn voru orðnir þreyttir á hinu sífelda friðleysi og óréttlæti, sem ríkti í heiminum, og friðarandinn ruddi sér þvi meira til rúms hjá lýðnum í öllum löndum Evr- ópu, enda var fregninni um sættina í Locarno allstaðar tekið með fögnuði. Efalaust er þó friðsemdarhugur Þjóð- verja höfuðorsökin til þessara sætta. Eins og kunnugt er, hóf utanríkis- ráðherra þeirra, Streesemann, samnings- tilraunir þessar þegar í byrjun febrúar í ár. Englendingar brugðust vel við, en þjóðarmetnaðarsinnar í Frakklandi gerðu sitt til að koma í veg fyrir þær. Eftir ósigurinn mikla 1918, hafa ílestir stjórnmálamenn Þjóðverja reynt að bæla niður hefndarhug sinn og hafa tekið það spaka ráð, að reyna á frið- samlegan hátt að fá tilhliðrun smált og smátt á ýmsum hörðustu ákvæðum Ver- salafriðarins. Bauer forseti liélt þessari skoðun fram þegar á þjóðþinginu í Weimar. í ræðu, er hann hélt þar á örlagadegi Þýskalands, 23. júní 1919, þegar ríkið varð að ganga að hörku- legum friðarskilmálum, komst hann þannig að oiði: „Endurskoðun friðarskilmálanna og

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.