17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 15

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 15
17. JUNÍ 63 Uppeldi og gifting. Stúlkubörn eru höfð á brjósti í 3—4 ár, en drengir skemur. Leikur barna er mjög frjálslegur, og eru þau nakin að leik sínum. Er stúlka verður fullra 11 ára gömul er hún talin gjafvaxta, og þá byrjar alvara lífsins. En er þetta verður, bjóða foreldrar stúlkunnar vinum og vanda- mönnum til veislu, og er etið og drukkið eins og efnin leyfa. Eigi má þó stúlkan sjálf sitja í veislunni, því hreinsunartímann má hún ekki vinna að nokkuru verki og eigi láta karlmann sjá sig. Að þeim tíma liðnum, tekur hún að gegna innanhússtörfum, og síðan er hún gift svo fljótt sem unnt er. Hafa foreldrar hennar þá venjulega sjeð henni fyrir mannsefni löngu áður. Aðalskylda konunnar er að fæða manni sínum syni. Eru karlmenn álitnir nytsamlegri borgarar en konur. Vel fer á að ein sje dóttirin, ef ekki verða þær fleiri, að öðrum kosti getur maðurinn fært sjer lögmál Manu’s í nyt, en það hljóðar svo: „Ef kona hefur eigi fætt manni sínum nein börn, átta árum eftir giftingu þeirra, eða engan son, heldur eingöngu dætur, 11 árum eftir giftingu, þá má hann taka sjer hjákonu, eina eða fleiri, og jafnvel reka frá sjer fyrri konu sína, ef sýnist. Einnig má hann reka konu sína frá sjer ef hún er tannhvöss og illyrt". — Vegna þessa er fjölkvæni eigi alls- kostar ótítt með Hindúum sem og með Múhameðstrúarmönnum. Skylduverk kvenna. Annars eru skylduverk kvenna svipuð og í öðrum ’.öndum. Hún á að sjá um matartilbúning og gegna öðrum heimilisstörfum. Hreinlæti í öllum hlutum er hátt á lofti haldið meðal Indverja. Líkamlegt hreinlæti er mikið, og baða menn sig mörgum sinnum á dag. Það er skylda konu að skemta manni sínum. Er rökkva tekur á kveld- in, segir hún sögur og æfintýri, sem gengið hafa mann frá manni í ómuna- tíð, og vex hróður þeirra kvenna, er vel segja. Sönglög og þjóðkvæði syngur konan og dætur hennar hús- bónda til skemtunar, en söngurinn sá lætur illa í eyrum Norðurálfubúa, nema hann sje honum því vanaii. Konan á að bera djúpa lotningu fyrir manni sínum, og er hann ein- ráður um alt á heimilinu. Aldrei verður þó vart við kúgun kvenna. Konan er manni sínum auðsveip, en hann er sljór og daufur, og eigi ósjaldan rekst maður á heimili, þar sem konan ræður öllu, þó raunar heita eigi, að maðurinn skipi fyrir um verk. Gefa konur mönnum sínum jurtaseyði nokk- uð, sem þess er valdandi, að viljaþrek hans lamast. Sagði mjer læknir einn enskur, sem var nágranni minn, að með þessu seyði mætti hafa þau áhrif á stóra heila mannsins, að hann verður næmur fyrir hverskonar dáleiðslu. Stundum beita konur þessu meðali við Norðurálfumenn sem þær girnast, og verða þeir þá sömu ræflarnir. Bálför konunnar. Bálfarir ekkna eru nú bannaðar með lögum, en fyrir kemur að kona lætur brenna sig, er lík manns hennar er brent. Hjer um veldur, að kjör ekkna eru býsna bágborin og lítt viðunandi. Er andinn skreppur úr mannium, er kona hans rænd skrautgripum og svift klæðum, hár hennar stýft af hötði og

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.