17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 14

17. júní - 01.11.1925, Blaðsíða 14
62 17. JUNÍ Nú var heimförin byrjuð. Við reynd- um að skemta okkur eftir föngum, en hugsunin um það að eiga nú bráð- lega að skilja, dró úr ánægjunni. Kl. 3 komum við til Vejen. Þar var áfangastaður okkar Askovbúa. Þar kvöddumst við með mestu virktum. Svo hurfu hinir sjónum okkar og við stóðum ein eftir. Hálfum tíma síðar vorum við komin heim til Askov, þreytt — en ánægð. — Öll munum við lengi minnast þess- arar Suðurjótlandsferðar. Ber þar þrent til, gestrisni fólksins, fegurð landsins og saga þess. Hvervetna var okkur tekið með opnum örmum og allir geiðu það sem þeir gátu, til þess að gera förina skemtilega. — Suðurjótland er fagurt í sumarskrúð- anum. Sjerstaklega er náttúrufegurðin óviðjafnanleg meðfram Flensborgar- firðinum, broshýr og vingjarnleg. Við heimsóttum alla helstu sögu- staðina og heyrðum útdrátt úr sögu þeirra. Förin var því ekki að eins skemtiför, heldur einnig lærdómsrík. Herra Á. M. Benedictsen valdi vel, þegar hann ákvað þessa för. Eg vil enda þessar línur með þökk til hans og konu hans, íyrir framúrskarandi leiðsögu og lipurð á ferðinni. Askov, 17. júní 1925. Guðmundur Gíslason. Á FERÐ eru hjer Lárus Jóhannesson yfirdómslögm, Arni Jónsson alþingis- maður, ÓlafurSveinsson umsjónarmaður íslenskra skipa, og Björn Arnar. Indverskar konur. INDVERSKAR konur eru í eðli sínu 1 svo frábrugðnar vestrænu kvennfólki, að furðu gegnir. Eins og þýskalandskeisari einhverju sinni sagði, lifir indversk kona ein- göngu: .fúr die Kitche, Kinder und Kúche,“ og henni er annt um starfa sinn, en hefur skömm á ýmsum þeim starfa, er vestrænt kvennfólk sækist eftir. Þó skal þess getið, að nokkru öðru vísi er viðhorfið í bæúnum, en þar hefur menning Norðurálfu náð föstust- um rótum. Stórverslanir og skrifstofur ráða til sin margar þarlendar stúlkur, en ekki þykja þær hátt settar í þjóð- fjelaginu. Þær eru ílestar úr flokki Eurasiana, sem eru kynblendingar óæðri stjetta, og fer sá flokkur vax- andi er fleiri koma Norðurálfubúar til Indlands. í bæunum missir kvennfólkið smá- saman hinn þjóðlega blæ. Nef- og eyrnahringir hverfa, en slíkir gripir þóttu áður eitthvert fegursta skart kvenn- þjóðarinnar. Göt eru og eigi skorin í nefbrjósk og eyrnasnepla nýfæddra barna, svo seinna megi koma þar fyrir gull- og silíurdjánsi. Eyrnadjásnin voru áður stór sem hænuegg, en eru nú keypt frá París og borin af heldra fólki einu. Á götunum í Bombay má sjá indverskar stúlkur, sem ganga í silkisokkum og hafa hælaháa gljáskó á fótum, en þó vefja þær enn þjóð- legu sjali, er nefnist saree, um axlir og lendar, og er sjalið svo langt, að því má bregða yfir höfuðið. í hinu víðlanda ríki hafa þó enn þann dag í dag 100 milljónir kvenna gamla hefð í öllum siðum og háttum.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.