Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Page 5

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Page 5
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVIKUR ÚTGEFANDI: STARFSMANNAFÉLAG REYKJAVÍKURBÆJAR [’II. árg. Desember 1939 5.—6. tbl. Samstarf starfsmannafélaga í bœnum. A þaö var drepið í síðasta tölublaði Starfsmannablaðs Reykjavíkur, að ef til vill væri það æskilegt, að Starfsmanna- félag Reykjavíkur tæki þátt í samstarfi annarra starfsmannafélaga í bænum. Siíkt samstarf hefir að sönnu ekki verið hafið á almennum grundvelii enn þá. En starfsmenn. skyldra stofnana hafa myndað með sér samtök, svo sem starfs- menn bankanna, og sameining pósts og síma hefir gert það eðlilegt, að starfs- menn þessara stofnana fylgist að í hags- munamálum sínum. En samstarf allra starfsmannafélaga bæjarins á víðtækum grundvelli til hagsbóta fyrir fastlaunaða starfsmenn (funktionera) í bænum hefir enn sem komið er ekki komist í fram- kvæmd. Á síðustu. tímum hefir þó margt ýtt undir það, að slíkt samstarf bæri að hefja og að það mætti takast að ná góðum árangri með því. Stofnun Starfs- mannaféiags ríkisstofnananna hefir í þessu sambandi mikla þýðingu. Meðan hinir fjölmörgu starfsmenn ríkisstofn- ananna voru ófélagsbundnir vantaði þýðingarmikinn hlekk tii þess aö hægt væri að bindast samtökum til sameigin- legra átaka. En nú, þegar Starfsmanna- félag ríkisstofnananna er stofnað, eru langsamlega fiestir starfsmenn í bænum félagsbundnir og þá er tími til kominn að athuga á hvern hátt samstarf félag- anna geti orðið um þau mál, sem annað- hvort geta orðið félögunum sjálfum til efhngar eða félagsmönnum til hagsbóta. Að slíkt samstarf sé æskilegt efast víst enginn um aö athuguðu máli. Hin- ir erfiðu tímar, sem nú eru skollnir á, hafa opnað augu margra fyrir nauðsyn sameiginlegra aðgerða. Ráðstafanir hins opinbera í launamálum hafa og til þessa verið til þess fallnar, að fastir starfs- menn í bænum þjappi sér saman til þess að mæta örðugleikunum sameinaðir. Þegar allt verðlag rýkur upp úr öllu valdi, og sjáanlegt er, að verðlagsráð- stafanir gefa aðeins gálgafrest, verður öllum það ljóst, að það er ofríki, að ætla sér að slá hömlunum í gagnvart allri verðlagsvísitöluhækkun ofan við mjög lágt liámark. Ákvæði gengislaganna er réttarskerðing fyrir verulegan hluta starfsmanna, og það verður enda full-

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.