Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Qupperneq 6

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Qupperneq 6
58 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR komlega dregið í efa, að nokkrir starfs- mannanna með laun ofan við hámarkið, en með þungri framfærsluskyldu, geti dregið fram lífið af launum sínum ein- um eins og verðlagsástandið er að verða. Hér við bætist, að margir efa það mjög, að verðlagsvísitöluhækkun á launum verði yfirleitt látin ná til annarra en daglaunamannanna, en slíkt væri vitan- lega hið mesta ranglæti. Ákvæði gengislaganna munu hafa orðið þess valdandi, að ýmsir framsýnir menn í hinum ýmsu starfsmannafélög- um bæjarins fóru þegar í sumar að íhuga möguleikana fyrir samstarfi fé- laga sinna. Hefir hreyfing í þessa átt verið uppi í ýmsum félögunum, þó ekki hafi orðið úr framkvæmdum enn þá, þegar þessar línur eru ritaðar. Ganga má þó út frá því sem vísu, að samtals- fundur milli forvígismanna þessa máls innan félaganna verði haldinn innan skamms. Kemur þá vitanlega fyrst til athugunar sameiginleg afstaða gagn- vart aðsteðjandi erfiðleikum, en hef jist samstarf á annað borð milli félaganna, er ekkert því til fyrirstöðu, að það verði á víðtækum grundvelli og hafi varanlega þýðingu. Samband starfsmannafélaga í bænum gæti vissulega haft mikil áhrif á gang málanna hér í þessum bæ til hags- bóta fyrir starfsmennina sjálfa. Hvað Starfsmannafélag Reykjavíkur snertir, þá gæti það ekki staðið utan við samstarf annarra starfsmannafélaga í bænum. Taki starfsmenn bankanna, síma, pósts og ríkisfyrirtækja höndum saman til að gæta hagsmuna sinna, verð- ur St. R. að gerast aðili í því hagsmuna- sambandi. Að sönnu eiga starfsmenn bæjarins afkomu sína undir bæ en ekki ríki, en bilið hér á milli er ekki breiðara en það, að fjárhagslega standa og falla bær og ríki saman. Sá árangur, sem St. R. hefir náð í hagsmunamálum sínum er heldur ekki svo glæsilegur, að félagið hafi efni á að hafna raunhæfum aðferð- um til að ná fram sínum málum. Starfs- menn bæjarins eru það miklu verr settir en starfsmenn banka og hins opinbera, að í raun og veru er þeim alveg settur stóllinn fyrir dyrnar um allar stöðu- breytingar upp á við. Hver og einn verð- ur að vera þar sem hann er kominn, án verulegra vona um það, að hann geti unnið sig upp í hærri stöður. Stöðuveit- ingar bæjarins hafa undantekningar- laust verið nýskipanir utan að frá kom- andi manna, þar sem undantekningarn- ar hafa þó komið fyrir í bönkum og opinberum rekstri. Og því hefir enda verið hreyft af ráðamönnum bæjarins, að starfsmenn bæjarins ættu ekki að vera hlutgengir um stjórn bæjarmál- efnanna eins og aðrir borgarar. Segja má líka, að það sé svo sann- arlega heldur ekki úr svo háum söðli að detta, hvað snertir almenn réttindi starfsmanna bæjarins, þar sem enn hef- ir ekki fengizt úr því skorið, hverra rétt- inda starfsmennirnir yfir höfuð njóta, þar sem engin launareglugjörð er í gildi utan sárafárra ákvæða um sjálf launa- kjörin. Með því að leita eftir samstarfi við önnur starfsmannafélög í bænum sýnir St. R. í verki, að því er alvara að knýja fram hagsmunamál félaga sinna til samræmis við aðra starfsmenn í bæn- um — og það er ekki nema allt gott um það að segja, að starfsmenn í bæn- um, hvort sem þeir vinna hjá bæ eða ríki eða í bönkum, hafi sem jafnasta aðstöðu til starfs síns og líkust launa- kjör og réttindi. L. S.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.