Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Page 9

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Page 9
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 61 SUMARLEYFINU. Ferðasaga. Reynisdrang'ar og Reynisfjall í Mýrdal Sumarið 1938 var ég sammælt í hálfsmánaðar útilegu með eftirtöldum ,,stólpafélögum“: Ingibjörgu Sigurðar- dóttur og Ragnheiði Jónsdóttur kennur- um, Guðrúnu Brandsdóttur og Þuríði Þorvaldsdóttur hjúkrunarkonum, Tóm- asi Jónssyni borgarritara og konu hans frú Sigríði Thoroddsen, Guðmundi Bene- diktssyni bæjargjaldkerá, Arndísi Þor- kelsdóttur, aðstoðarstúlku, Gunnari Pálssyni lögfræðingi, Frímanni Ólafs- syni verzlunarstjóra og konu hans frú Jónínu Guðmundsdóttur; frú Ingibjörgu og Eyjólfi Eyfells listmálara og Hjálm- tý Péturssyni skrifstofumanni. Höfðum við í þetta skipti ákveðið að skoða hinn undurfagra og hrikalega hluta íslands, sem Síða og Öræfi nefnist. Ákveðið var að leggjja af stað 12. ágúst, Klukkan 7 f. h. þann dag var hinn fríði hópur mættur heima hjá mér og í sama mund kom 18 manna bíll frá Stein- dóri í hlaðið og var nú tekið til óspilltra málanna með að koma flutningi okkar sem bezt fyrir á bíln- um, og var það búið á rúmum klukkutíma og þótti það rösklega gengið að verki af þeim, sem á horfðu. Svo var lagt af stað sem leið liggur út úr borginni, austur þjóðveginn og segir ekki af ferð- um okkar fyrr en við komum í Hvera- gerði, þar keyptum við okkur hvítkál, Systrastapi

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.