Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Qupperneq 17
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
69
ar sig í, þótt ekki sé hann mjög hlýr.
Vörð um hann halda birkitré.
Rétt ofan við hylinn er grasivaxinn
hvammur er lambhagi heitir, en eg
mundi vilja kalla hann töfrahvamm, því
á klettasnös neðst í hvamminum stend-
ur 11 metra hátt iturvaxið reynitré, hið
fegursta, sem til er í Öræfunum, og allt
í kring vaxa þar bláklukkur og blágresi
og mörg önnur blóm.
Fyrir ofan bæinn í Skaftafelli er
Öræfajökull, Kristínartindar og
Hvannadalshnjúkur í allri sinni dýrð.
Meðan við dvöldum í Skaftafelli fórum
við að skoða öræfin og fórum sem leið
liggur niður túnið og niður á aurana og
yfir Skaftafellsá og þykir hún stundum
iU yfirferðar, en að þessu sinni var hún
það ekki. Af aurunum blasir við manni
Skaftafellsjökull, Hafrafell og Svína-
fellsjökull. Austast á aurunum er farið
yfir neshvíslar og þar fyrir austan er
graslendi nokkurt, er Svínanes heitir.
Það sem einkennir Öræfin er, hvað
margar ár renna úr jöklunum og eru
þaer stöðugt að breyta sér og oft illar
yfirferðar.
Þá erum við komin að Svinafelli, sem
var um langt skeið höfuðból í Öræfum,
þar bjó Flosi Þórðarson, sem mjög
kemur við Njálssögu. Eftir hann
bjuggu þar niðjar hans allt fram á
Sturlungaöld.
Bæjarstæði er mjög fagurt, býlin eru
fjögur og standa vestan undir skógivax-
mni fjallshlíð. Niður hlíðina falla lækir
með smáfossum, stall af stalli og stór-
vaxinn skógur í hvömmum til beggja
hliða. -
Áfram höldum við að Sandfelli og var
þar prestssetur meðan presturinn sat í
öræfunum, en nú býr prestur Öræfinga
á Kálfafellsstað í Suðursveit,
Engin kirkja er á Sandfelli, aðeins
kirkjugarður, og hinni einkennilegu
klukku, sem myndin er af, er hringt,
þegar jarðað er í garðinum.
Frá Sandfelli höldum við að Hofi, þar
eru sjö búendur enda er jörðin stór og
góð. Á öllum bæjum í Öræfum er raf-
lýst, en á Hofi munu vera tryggustu og
beztu rafstöðvamar, sökum þess að þar
hafa lækirnir mestu fallhæðina og
frjósa aldrei. Á Hofi er eina kirkjan í
Öræfunum, er það torfkirkja gömul og
fátækleg. Næsti bær, sem við komum að
er Hofsnes, er þar góð bygging og mjög
fallegt heim að líta.
Við riðum sem leið liggur niður að
leirunum, þar mættum við bóndanum
frá Fagurhólsmýri, Sigurði Arasyni,
sem jafnframt er vitavörður í Ingólfs-
höfða. Hann var leiðsögumaður okkar
út í höfðann. Hann sagði okkur að
klæðast hlífðarfötum okkar, ef við vild-
um ríða hart, því annars myndum við
rennblotna, og það var orð að sönnu,
því þegar út á leiramar kom urðu hest-
arnir svo fjömgir og fóm svo hart, að
við skvettum vatninu hvert á annað.
Ingólfshöfði er 1200 m. á lengd og 750
m. á breidd, þar sem hann er breiðastur.
Hann er hömrum girtur á alla vegu,
nema þar sem aldan liggur að honum,
og víða eru þessir hamrar þverhníptir.
Talsvert er af fugli í bjarginu og er það
aðallega svartfugl og fíll. Veiði þessi er
eign Sandfells. I Ingólfshöfða er nú
skýli fyrir strandmenn, því þama
stranda oft skip. önnur bygging á höfð-
anum er vitinn, hann stendur sunnan á
höfðanum á nefi, sem heitir Kambur.
Annars finnst mér Ingólfshöfði fræg-
astur fyrir það, að þar bjó okkar fyrsti
landnámsmaður Ingólfur Amarson, og
em sumir sem telja að þar séu eftir