Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Page 18

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Page 18
70 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVIKUR hann rústir, sem mun vera óvíst að rétt sé. Reykvíkingar, sem í Öræfin koma, ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að koma í Ingólfshöfða, þá mun ekki iðra þess. Þegar við höfðum skoðað höfðann, var aftur haldið yfir leirurnar og með eigi minni hraða en þegar út í höfðann var farið, og lá nú leiðin heim að Fagur- hólsmýri. Þar er tvíbýli. Jökullinn er þar tignarlegur og fríður og mér finnst mjög fallegt þar. Við riðum upp með Blesakletti heim traðimar, þar kom á móti okkur Ari Hálfdánarson 84 ára gamall, er hann faðir bóndans, var hann kátur og glaður sem ungur maður væri og gat enginn okkar séð, hve gamall hann var. Hann bauð okkur til stofu ásamt syni sínum og þáðum við þar hinn bezta greiða, spjölluðum saman og skemmtum okkur, gleymdum tímanum unz dimmt var orð- ið. Héldum aftur heim að Skaftafelli, riðum í myrkri, þar til tunglið kom upp, er við vorum móts við Svínafell og var einkennilegt að sjá skógarhríslurnar í túninu á Skaftafelli bera við tungls- skinslýsta breiðu Öræfajökuls. I Skaftafelli, hjá Sigríði og Guð- mundi, nutum við hinnar mestu gest- risni á öllum sviðum og daginn, sem við lögðum af stað heim til Reykjavíkur aftur fylgdi allt heimilisfólkið okkur úi garði. Vildi ég óska þess, að sem flestir Reykvíkingar hefðu tækifæri til að koma sjálfir í öræfin og njóta hinnar landskunnu gestrisni öræfinga og sjá með eigin augum hina tröllslegu, en um leið tignarlegu, ógleymanlegu náttúru- fegurð. Myndi það verða mörgum mann- inum ágætt líkams og sálarfóður. Maria Maack, Bœjarbókasafnið. Bæjarbókasafnið er einhver vinsæl- asta stofnun bæjarins og það er meira, því að réttu lagi er það ein hin þarf- asta almenningsstofnun í þessum bæ. Rafmagnsveita, Gasstöð og Sundhöll hafa sín augljósu hlutverk að rækja bæj- arbúum til þæginda og heilsubótar. Ef litið er á þessar bæjarstofnanir og aðr- ar svipaðar út frá þvílíku sjónarmiði, mega þær teljast miðaðar við líkamleg- ar þarfir bæjarbúa, þar sem Bæjarbóka- safnið er einasta bæjarstofnunin, sem skiptir sér af andlegri uppbyggingu bæj- arbúa almennt, þegar barnaskólanum sleppir. Til að rækja þetta hlutverk eiga margir bæir auk bæjarbókasafna mynd- arleg leikhús, en því er nú ekki að fagna í þessum bæ. En þareð Bæjarbókasafn- ið gefur ekki af sér neinar tekjur, sem teljandi séu, hefir það verið afrækt meira en skyldi og á við afarlélegan húsakost að búa og ófullnægjandi starfslið. Tekjur safnsins runnu til árs- ins 1935 í svonefndan dagtekjusjóð, sem þá var orðinn um 26 þúsund kr. Dagtekjur eru af lánsskírteinum og dráttareyri, 25 aura og 5 aura gjöld, sem 7. og 8. grein reglugjörðar safns- ins gerir ráð fyrir. Sjóðurinn er ætlað- ur fyrir húsbyggingu handa safninu, en daglegur rekstur safnsins er að öllu leyti kostaður af bæjarsjóði og er fjárveit- ing til safnsins allrífleg. Alþýðubókasafn. Bæjarbókasafn Stofnað 18./11. 1920. Reykjavíkur, sem nú er, hét áður Alþýðubókasafn Reykjavíkur og var stofnað með ákvörðun á fundi bæjar-

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.