Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Blaðsíða 21

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Blaðsíða 21
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 73 Verða allir Reykvíkingar góðir sund- menn í náinni framtíð? Reykjavík býður börnum sínum einhver hin beztu skilyrði til sundnáms, er til þekkist í Evrópu. — Bæjarráð hefir látið gera teikningar og áætlun um breytingar á Sundhöllinni fyrir gufuböð, kerlaugar, ljósböð og fleira, er von- andi verður ráðist í að framkvæma þegar betur horfir í viðskiptamálum. Sundhöllín er heilbrigðis- stofnun, er starfsmenn bæjarins ættu að hagnýta sér betur en gert hafa. — Ég álít eftir því sem nú er komið skipun sundmála vorra, þá sé okkur Is- lendingum, sérstaklega Reykvíkingum, óhætt að taka okkur í munn eftirfar- andi orð Bandaríkjamanna: „Sundið er orðið íþrótt fjöldans, en ekki aðeins fárra einstaklinga. Fólkinu er orðið það ljóst, að sundíþróttin er ekki aðeins holl og hressandi þjálfun fyrir hvern og einn, þegar iðkuð er á réttan hátt, held- ur er það einnig skemmtunin og ánægj- an við að iðka sundið, sem dregur að sér f jöldann allan af aðdáendum. Margir skólar, bæði æðri og lægri, krefjast þess af nemendum sínum, að þeir læri að synda, og hinar nýju hópkennsluaðferð- ir, fyrst og fremst fyrir börnin, eru með hröðum skrefum að gera okkur að sund- þjóð.“ Þar sem ég held að almenning- ur viti ekki gjörla, hvernig til hagar með sundmennt barna og unglinga hér í bænum, þá er ef til vill ékki úr vegi að ég minnist nokkrum orðum á þau mál hér. Það er óhætt að segja það, að for- eldrar hér í bæ geta verið ánægðir með hvað gert er fyrir börn þeirra í sund- málunum. Frá 9 ára aldri fá börnin 6 vikna námskeið á hverju ári í sund- íþróttinni, jafnvel 8 ára börn fá sund- kennslu eftir því sem við verður komið, bæði vor og haust. Kennsla þessi fer að mestu leyti fram í sundlaug Austurbæj- arbarnaskólans, en nokkur hluti barn- anna fær kennslu í Sundlaugunum og Sundhöllinni. Að lokum fá börnin öll,

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.