Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Page 27

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Page 27
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR 79 svartidauði og timburmenn. Fjallkongur okkar breiðu byggðar og borgmeistari hann verði senn. Hann er okkar Hermanns jafni, Héðni ristir biturt níð. Undir skeggi ei hann kafni, örugt stjórni frónskum lýð. Heill sé þér í Hitlers nafni, hetjan prúða, ár og síð! Sigurður Grímsson. Þorvarður Björnsson, hafnsögumaður varð fimmtugur 14. f. m. —’Hann er fæddur að Kirkjubóli í Bæjarneshreppi á Barðaströnd, sonur Björns bónda Jónssonar þar og konu hans Petrínu Pétursdóttur. — Þor- varður var fyrst í Reykjavík í sjó-, mennsku 1907, tók stýrimannspróf 1911 og flutti alkominn til bæjarins 1913. Var hann framan af stýrimaður á ýms- um skipum, en ráðinn hafnsögumaður Reykjavíkurhafnar 1923, — Þorvarður Ágúst Guðmundsson, yfirvélstjóri Rafmagnsveitu Reykja- víkur átti fimmtugsafmæli 10. þ. m. — Hann er fæddur að Hamarlandi í Reyk- hólahreppi á Barðaströnd, sonur hjón- anna Guðmundar Snorra Björnssonar og konu hans Ingunnar Jónsdóttur. Ágúst byrjaði kornungur vélgæzlustarf á djúpbátum ísfirðinga, en faðir hans var trésmiður á Isafirði um langt skeið. Hann lauk prófi við Vélstjóraskólann 1917, var nokkur ár yfirvélstjóri á tog- urum, en þegar Elliðaárnar voru virkj- aðar var Ágústi falið yfirvélstjóra- starfið við orkuverið, en það starf hefur hann að allra dómi rækt með ágætum. Hann er kvæntur Sigríði Pálsdóttur frá Kirkjubóli, og eiga þau hjón 7 börn. Björnsson er góður maður og gegn og starfi sínu vaxinn í hvívetna. Hann er kvæntur Jónínu Ág. Bjarnadóttur og eiga þau hjón fjögur börn.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.