Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Page 30

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Page 30
 STARFSMANNABLAÉ) reykjavíkur ur, sem skunda leið sína eftir götum borgarinnar jólanótt. Borgin á marg- víslegt brotasilfur í fórum sínum. — 1 veitingasal járnbrautarinnar var margt manna, og andlitin, sem þar mátti sjá voru ólík hvert öðru eins og fólkið í látæði og tali. Þó var ekki um það að villast, að hér voru samankomn- ir farandmenn, aðskotadýr — sitt úr hverri áttinni, menn, sem höfðu lagt land undir fót og settust nú að snæðingi saman stutta stund til þess síðan að halda áfram þrotlausri ferð sinni. Hér voru og einstæðingar og heimilislausir piparsveinar, hér voru allir þeir, sem hvergi höfðu fest rætur. Jólanótt stofn- uðu þeir eitt allsherjar heimili, — en aðeins eina nótt. Sessunautur minn var landflótta Rússi. Hann var í engu sérlega ólíkur öðrum, sem þarna voru samankomnir. Ég man betur eftir honum vegna þess eins, að hann sat nær mér en hinir. Þó töluðum við lítið saman, nóg til þess að mig gat grunað, að þau hefðu verið ein- kennileg og harðhent forlögin, sem stýrt höfðu skrefum hans inn í þennan sal, ef til vill þó ekki einkennilegri né harðhent- ari en forlög margra þeirra, sem þarna voru saman komnir. Áður en varði var stór hljóðfæra- flokkur farinn að leika jólasálma, jóla- tréð var tendrað með nokkuð sviplegum hætti, því rafmagnsljós var á hverju ,,kerti“ og tendruðust öll í einu. — Allt í einu byrjaði einhver að syngja, og brátt tóku allir undir. Söng hver með sínu nefi og hver á sinni tungu. — Jólin voru komin inn á heimili einstæðinga, piparsveina og útlaga.--------- Á heimleiðinni um mannlausar og auðar götur borgarinnar, tók ég eftir því, að veðrið var að breytast. Það var hætt að rigna. Kominn var hægur andvari, og brátt hnigu hvítar snjóflyksur til jarðar. Áður en ég kom heim voru göturnar orðnar alhvítar. Engin spor voru í snjónum. Borgin hafði hjúpað um sig hvítu líni, falið gullin sín og brotasilfrið allt undir hvítu líni.--------- Lárus Sigurbjörnsson. Lífeyrissjóðsgjaldið og Eftirlaunasjóður bæjarins. Bæjarráðið hefir nýlega á fundi sín- um samþykkt að Jeita viðurkenningar Tryggingarstofnunar ríkisins á Eftir- launasjóði Reykjavíkurbæjar. Mun að sjálfsögðu ekki standa á viðurkenning- unni, þar sem Eftirlaunasjóður bæjar- ins fullnægir hæglega skilyrðum trygg- ingarlaganna. — Eins og kunnugt er, hefir stjórn St. R. sótt það allfast við stjórn Eftirlaunasjóðs og bæjarráð, að sækja um viðurkenningu fyrir sjóðinn. enda losna þá fastir starfsmenn bæjar- ins við verulegan hluta af gjöldum sín- um til lífeyrissjóðs. STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR óskar öllum lesendum sínum GLEÐILEGRA JÓLA og FARSÆLS NYÁRS.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.