Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Side 32

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Side 32
84 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR er minnisstætt, er eg tók mér í hönd fyrstu bók Huldu, sem mér barst, það voru „Myndir“ — engan veginn fyrsta bók hennar þó — einkennilegar,, mynd- ir“, að eg ekki segi sérvizkulegar, því að það fannst mér nánast þá, stúdentinum úti í heimsmenningunni í Höfn. En síðan hefi eg lært að meta hinn bjarta og ljúfa frásagnarhátt hennar, sem lýsir sér svo greinilega í þessari síðustu skáld- sögu. Frásagan streymir áfram lygnt og stundum að manni finnst endalaust, líkt og fljót — en fljótsbakkarnir eru vaxnir grænu sefi og einhversstaðar er álft á fljótinu og það er blátt og það speglar sólina, djúpt er það, eða grunnt, það veit enginn, en ljúft og bjart og lygnt. — Sveitalífslýsingar Huldu eiga ekkert skylt við heimsmenninguna í Höfn eða annarsstaðar. Þær eru teknar á sól- skinsstundum í íslenzkri sveit og fólkið hennar er sparibúið innan um heims- menntaða lassaróna rauðra penna. 17. Elinborg Lárusdóttir: Förumenn I. Dimmuborgir. Á kostnað höf- undarins 1939. Stutt er síðan Elinborg Lárusdóttir kom fram á ritvöllinn með Sögum (1935). Síðan hefur hún sent frá sér tvær bækur og nú fyrsta bindi af miklu riti um förumenn fyrr á tímum. Þetta fyrsta bindi, Dimmuborgir, er mikil bók, 20 arkir. Aftur kona, sem ræðst í bók- menntalegt stórvirki! Torfhildur Hólm ruddi að sönnu brautina allmyndarlega með ,,Eldingu“ og aðrar konur hafa leyst af hendi mikil ritstörf, en maður fær ekki varist þeirri hugsun, að nú gerist íslenzkar konur allumsvifamiklar á ritvellinum, þegar litið er á hin þykku bindi Elinborgar Lárusdóttur og Huldu hlið við hlið. ,,Förumenn“ er byggð á manna, sem uppi hafa verið með þjóð- ágætri hugmynd — að lýsa lífi hinna einkennilegu og einkar þjóðlegu föru- inni, en nú taka senn að hverfa og eru enda horfnir úr þjóðlífinu. Og sjónar- hóllinn er heppilega valinn, þar sem hin þrotlausa ganga förumannanna er séð með augum Andrésar malara, sjálfur allt að því förumaður. Meðferð efnisins er þó full-rómantísk á köflum og sumar sögupersónur drukkna í málskrúði fjálglegra innsæislýsinga. Allt fyrir það bíður maður áframhalds sögunnar með eftirvæntingu, því að það er merkilegt ritverk, sem frú Elinborg Lárusdóttir hefur tekið sér fyrir hendur. ■ '■ f 18.—21. Barnabækur. Á þessu ári hefur mikill f jöldi, barna- bóka komið út og er það vel, ef vgilið tekst sæmilega, því að fátt er börnum jafnkærkomið og jafnhollt og góð bók við þeirra hæfi. Starfsmannablaðjnu hafa borizt f jórar barnabækur, sem all- ar eiga sammerkt í því að vera girni- legar og fróðlegar aflestrar fyrir börn. Steingrímur Arason skrifar sögur handa bönum og unglingum með heit- inu „Segðu mér söguna aftur“, sem er sannnefni, því áð vafalaust vilja litlir lesendur fá að heyra sögurnar í bók- inni aftur og aftur. Þá hefur ísafoldar- prentsmiðja géfið út eina af hinum vin- sælli þjóðsögum Jóns Árnasonar, Sig- ríði Eyjafjarðarsól, með mjög stóru og læsilegu letri og skemmtilegum mynd- um eftir Jóhann Briem. Þýddar éru Litli fílasmalinn eftir Rudyard Kipling og Ferðir Gúllivers eftir Jonatan Swift, hvorttveggja afbragðs bækur fyrir drengi. Allar eru bækurnar prýddar myndum. L. S.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.