Bankablaðið - 01.09.1981, Qupperneq 8
8
32. þing
Forsetar 32. þings SIIS Bjami Tómasson og Hulda Ottesen.
ALYKTANIR ÞINGSINS
Ályktun um kjaramál
Þing SÍB 1981 varar alvarlega við þeirri
öfugþróun,að frjáls samningsréttur hefur
verið stórlega skertur vegna sífelldra af-
skipta ríkisstjórna af kjarasamningum, svo
ekki verður lengur við unað. Þingið hvet-
ur til samstöðu allra stéttarfélaga til að
hrinda af sér oki ríkisafskipta á kjarasamn-
ingum.
ÞingSIB 1981 felur stjórn sambandsins
á grundvelli álitsgerðar kjaranefndar
þingsins að hefja viðræður við forsvars-
menn vinnuveitenda félaga SÍB um raun-
hæfar aðgerðir til tryggingar því, að
stjórnir þessara vinnuveitenda nýti lögvar-
inn rétt sinn til sjálfræðis við undirbúning
og gerð kjarasamninga, óháðar ríkis-
stjórnum á hverjum tíma. Þing SÍB 1981
vísar til álitsgerðar kjaranefndar þingsins
og áréttar m.a. eftirfarandi:
1. Kaupmáttur launa bankamanna hefur
rýrnað verulega frá síðasta þingi SÍB til
þessa, þrátt fyrir nýjan kjarasamning á
tímabilinu. Sú smávægilega leiðrétting,
sem loksins náðist í nýjum kjarasamn-
ingum í desember 1980 vóg engan veg-
inn upp þá langvinnu launaskerðingu,
sem orðið hafði og er nú meiri en
nokkru sinni fyrr á þessu tímabili og
stefnir í enn verra.
2. Þrátt fyrir skýrt ákvæði gildandi kjara-
samninga um endurskoðun kaupliða
vegna breytinga á vísitölutryggingu,
hafa viðsemjendur SIB ekki verið til
viðræðna um samningsbundna endur-
skoðun. Vísitölubinding launa, sem
ríkisstjórnir m/Alþingi geta höggvið á
og breytt að vild, verður að teljast
árangurslítið og nánast úrelt fyrir-
komulag til varnar þeim kjaraskerðing-
um og minnkandi kaupmætti launa
bankamanna. Afnám þessa varnar-
kerfis má þó ekki gerast, nema tryggt
verði annað og betra fyrirkomulag en
nú er.
3. Jafnlaunastefnan hefur í eðli sínu og
framkvæmd reynst vera láglauna-
stefna, andstæð hagsmunum margra
bankamanna.
4. „Félagsmálapakkar" í tengslum við
kjarasamninga bankamanna hafa í
flestum tilvikum reynst galtómir, ef
þeir þá komast á annað borð í hendur
bankamanna fremur eri annarra laun-
þega.
5. Þing SIB felur stjórn og samninga-
nefnd sambandsins að grundvalla
kjaramálastefnu þess m.a. á framan-
greindum atriðum.
Þing SÍB 1981 samþykkir, að álitsgerð
kjaranefndar þingsins skuli vera grund-
völlur að stefnu sambandsins í kjaramál-
um. Samkvæmt því felur þingið stjórn SÍB
að sjá um framkvæmd kjaramála sam-
bandsins á þeim grundvelli. 32. þing SÍB
felur stjórn SIB að skipa kjaranefnd til að
starfa að undirbúningi næstu kjarasamn-
inga. Nefnd þessi hafi ályktun kjara-
nefndar þingsins í vegarnesti ásamt þeirri
reynslu sem fékkst í síðustu kjarasamn-
ingum.
Þingið leggur áherslu á það, að í næstu
samningahrinu verði reynt að virkja þá
sérfræðiþekkingu í kjarabaráttumálum
sem félagsmenn sambandsins búa yfir.
Reynslan hefur sýnt að án reiknimeistara
af fullkomnustu tegund, eru launþega-
sambönd í vandræðum í samningavið-
ræðum. Innan vébandasambandsinserað
finna færustu hagfræðinga landsins, sem
margir eru sérfræðingar í kjaramálum.
Mikilvægt er að þeir verði samninganefnd
SIB (og kjaranefnd) til ráðuneytis í fram-
tíðinni. Þingið telur nauðsynlegt að í næstu
samningaviðræðum hafi samninganefnd
eins náið samstarf við stjórnir starfs-
mannafélaga og félagsmenn og hægt er.
32. þing SIB felur stjórn sambandsins að
safna eftirtöldum upplýsingum um alla fé-
lagsmenn vegna komandi kröfugerðar:
1. Aldur.
2. Starfsaldur í banka.
3. Starfsaldur annars staðar.
4. Menntun umfram grunnskólapróf,
þ.m.t. námskeið og önnur fræðsla, sem
félagsmaðurinn telur starfið varða.
5. Núverandi launafiokkur og þrep.
6. Núverandi starfsheiti.
7. Vinnustaður og deild.
Trúnaðarmannakerfi starfsmannafélag-
anna verði virkjað til að safna þessum
upplýsingum fyrir 1. júní n.k.
Ályktun SÍB
um valdsvið o.fl.
Þing SIB áminnir stjórn og samninga-
nefnd sambandsins og formenn og stjórn-
ir aðildarfélaganna, að gefnu dlefni vegna
kjarasamningamála, að þing SÍB eru
æðsta stjórnvald sambandsins á hverjum
tíma eftir því sem við á. Þá kröfu verður að
gera til stjórnar SIB og aðildarfélaganna,
að þeir aðilar hafi þann félagslega þroska,
að gera sér fulla grein fyrir takmörkun
valdsviðs og því, hvenær ástæða er til sér-
stakrar umfjöllunar aukaþings á málum
SÍB.