Bankablaðið - 01.12.1981, Síða 3
Eflum Bankablaðið!
Þetta tölublað Bankablaðsins er unnið af nemendum framhaldsnáms
Bankamannaskólans með stuðningi SÍB og má líta á það sem einskonar
sérútgáfu, og beinir blaðið einkum sjónpípu sinni að starfsemi Banka-
mannaskólans. Þetta blað er mikilsvert framtak þeirra sem að unnu og
vekur athygli á því mikilvæga starfi, sem unnið hefur verið í Banka-
mannaskólanum undanfarin ár; starfi sem Samband íslenskra banka-
manna hlýtur ávallt að láta sig miklu varða. Umsjónarmenn blaðsins af
hálfu nemendanna eru tveir starfsmenn Landsbanka íslands, Kjartan
Ingvason og Þórarinn M. Þorbjömsson og eiga þeir þakkir skyldar.
En þetta tölublað Bankablaðsins gefur einnig tilefni til þess að íhuga
blaðið sjálft og aðstöðu þess. Þetta er annað tölublaðið sem út kemur
eftir gagngerar breytingar á útliti þess. Ákvörðun um þetta var tekin á
32. þingi SÍB í vor, en jafnframt var ákveðið að blaðið kæmi út oftar en
verið hefur, eða fjómm sinnum á ári. Þessi aukna útgáfa, að því við-
bættu, að kröfur til blaðsins, efnismeðferðar og efnisvals, hafa verið
auknar og það með réttu, hafa í för með sér, að gera verður þær kröfur til
félagsmanna SÍB, að þeir sýni málgagni sínu meiri áhuga og ræktarsemi
en hingað til. Félagsmenn verða að taka sig á og senda blaðinu efni,
hvort sem er í formi greina eða fyrirspuma hvers konar. Markmið
útgáfunnar hlýtur að vera að gera Bankablaðið að lifandi vettvangi
skoðanaskipta og hugmynda. í því skyni að efla áhuga félagsmanna á
blaðinu hefur stjórn SÍB ákveðið að efna á næsta ári til námskeiðs í ýmsu
er tengist blaðaútgáfu í þeim tilgangi að ná til þeirra félagsmanna sem
áhuga hafa á slíku starfi. Þeir gætu síðan myndað eins konar ritnefnd um
blaðið og Iagt því lið á ýmsan hátt. Er vonandi að þeir sem áhuga hafa
hagnýti sér þetta.
VGK.
I._______________________________________________________________J
Banka
blaðið
47. árg. 2. tbl. desember 1981
Utgefandi: Samband ísl. bankam.
Ábyrgðarmaður: Sveinn Sveinsson
Ritstjóri: VilhelmG. Kristinsson
Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa
SÍB, Laugavegi 103 - 105, Reykjavík
Pósthólf: 5506
Sími: 26252
Blað þetta er unnið af nemendum
framhaldsnáms Bankamannaskólans
í umsjón Þórarins M. Þorbjörnssonar
og Kjartans Ingvasonar.
Bankablaðið er prentað í 2800 eintök-
um og sent öllum félagsmönnum SÍB.
Ullil, setningogumhrot: l.eturval sf.
Prentun: Prentsmiöi hf.
Bókhand: Arnarherg hf.
Samband íslenskra bankamanna
stofnað 30. janúar 1935.
Aðildarfélög eru 16
Félagsmenn í ársbyrjun 1981: 2.337
Skrifstofa Laugavegi 103 - 105, Rvík
Opið kl. 8:30 - 17:00
Nafnnúmer: 7472-7409
Formaður Sveinn Sveinsson
1. varaformaður Hinrik Greipsson
2. varaformaður Jens Sörensen
Ritari: Margrét Brynjólfsdóttir
Gjaldkeri: Helgi Hólm
Meðstjórnendur: Anna María Braga-
dóttir og Kjartan Nielsen.
Starfsmenn:
Framkv.stj. VilhelmG. Kristinsson
Fulltrúar Björg Árnadóttir og
Guðrún Ástdís Ólafsdóttir
Efnisyfirlit
5
Skólahald ’81
7
Starfsþjálfun og menntun
bankamanna
11
Hugleiðingar um áætlana-
gerð
14
Lítil saga um kreditkort
16
Maðurinn bak við allt
19
Átthagafræði Seðlabank-
ans á nýja staðnum
27
Þroskasaga bankamanns
— þroskast hann aldtrei?
31
Afbankvangi
33
Stærðfræði þrautir
34
Frá mannmálsverndinni
3