Bankablaðið - 01.12.1981, Síða 6
F
R
A
M
H
A
L
D
S
N
A
M
Nú um áramótin munu fyrstu nemendurnir útskrif-
ast úr framhaldsnámi Bankamannaskólans. Þessi hóp-
ur hefur í tvö ár lagt stund á hagnýtt nám í bankafræð-
um. Hér neðan til er ætiunin að þjappa saman upplýs-
ir.gum um tilgang námsins. Megintilgangur námsins
er:
að kynna nemendum uppbyggingu bankakerfisins frá laga-
legu sjónarmiði.
að skýra starfsheimildir og starfsaðferðir innlánsstofnana og
bankaeftirlits.
að búa nemendur undir lögfrœðilega útlistun á hinum ýmsu
starfsgreinum bankanna.
að nemendur kynnist undirstöðuhugtökum þjóðhagfræðinn-
ar, með sérstakri áherslu á, peninga- og gjaldeyrismál, til að
þeir skilji betur stöðu og hlutverk bankanna í efnahagslífinu.
að nemendur geti lýst séreinkennum íslenska hagkerfisins og
helstu efnahagsáföllum og uppgangstímabilum síðustu ára-
tuga, og sýnt með því að þeir skilja þau meginlögmál sem eru
að verki í efnahagslífinu í heild.
að nemendur kynnist hagskýrslum og áœtlunum og geti gert
sér nokkra grein fyrir þýðingu efnisins fyrir bankakerfið.
að kynna nemendum helstu hugtök og greiningaraðferðir í
rekstrarhagfrœði og stjórn viðskiptabanka.
að auka skilning á almennum lögmálum atvinnu- og banka-
rekstrar og þeim stjórnunarvanda, sem þar er við að glíma
að kynna nemendum grundvallar -hugtök og -aðferðir í bók-
haldi til að þeir eigi aðveldara með að skilja rekstur og starf
banku sínst
að auðvelda nemendum að taka við bókhaldsstörfum í bank-
anum.
að auðvelda nemendum að skilja bókhaldsskýrslur frá við-
skiptamönnum bankanna eða öðrum stofnunum.
að auðvelda nemendum skilning á öðrum kennslugreinum í
náminu, og auðvelda þeim frekara nám á skyldum sviðum
síðar.
að kynna nemendum tölvutæknina og gera þeim auðveldara
að skilja og tileinka sér hana.
að auka aðlögunarhœfni nemenda að nýjungum í tölvu-
vinnslu.
að auka möguleika nemenda að hafa áhrif á tölvuþróun og
beina þátttöku I hönnun nýrra tölvukerfa.
að kynna nemendum helstu hugtök og starfsaðferðir skipu-
lagsfrœðinnar, til að þeir eigi auðveldara með að skilja upp-
byggingu og skipulag banka síns.
að auðvelda nemendum að skilja skipulagsheildir og skipu-
lagsvinnu, til að þeir geti sjálfir tekið virkan þátt í slíkum
\ hlutum.
\
I að búa nemendur undir frekara stjórnunarnám seinna í starfi
sínu.
þjálfun í grundvallaratriðum útreikninga er viðkemur banka-
viðskiptum og kynning á undirstöðuatriðum reikningsað-
ferða.
að auðvelda nemendum úrlausnir flóknari stœrðfrœðiverk-
efna og hagnýtingu tölfræðilegra athugana.
baugi í bankamálum hverju sinni,
eftir því sem tilefni er til.
ÖNNUR NÁMSKEIÐ, sem skól-
inn heldur eru annars vegar ýmis til-
fallandi kynningamámskeið, t.d.
um gjaldmiðilsbreytinguna og um
hið nýja tölvubókhald bankanna.
Hins vegar eru haldin námskeið úti á
landi og er það einnig vaxandi þáttur
í skólastarfinu. Þannig hefur skólinn
haldið námskeið á Akureyri (þris-
var), á Selfossi og í Keflavík. Reynt
er að ná til sem flestra á viðkomandi
landssvæði, annað hvort með efni úr
nýliðanáminu eða sémámskeiðun-
um. Er stefnt að því að auka þennan
þátt verulega, eftir því sem aðstaða
er til. í athugun er að koma á sam-
starfi skólans annars vegar og
bankamanna og skólastofnunar á
staðnum hins vegar, þannig að unnt
verði að ná yfir meira efni og ná til
fleiri bankamanna á hverjum stað.
Með slíku fyrirkomulagi mætti
kenna eitthvað af framhaldsnáminu
á nokkmm stöðum á landinu.
ANNAÐ STARF skólans er ann-
ars vegar að aðstoða SÍB við ýmis
konar námskeiðahald á þeirra veg-
um og hins vegar að veita banka-
mönnum upplýsingar um hugsan-
lega skóla í bankafræðum erlendis.
NIÐURSTÖÐUR. Starf skólans
er orðið mjög viðamikið og marg-
brotið. Skólinn hefur færst mikið í
fang, en slíkt hefði ekki verið unnt,
nema með góðri samvinnu við ýmsa
aðila innan bankakerfisins, sem
bæði tilnefna þátttakendur á nám-
skeiði (starfsmannastjórarnir) og
sem kenna á námskeiðum okkar.
Meginhluti kennslunnar er í hönd-
um bankamanna. Nú er svo komið
að húsnæði skólans er að verða of
lítið fyrir þetta mikla starf. Kennslu-
stofurnar tvær eru fullsetnar langt
fram á dag yfir vetrarmánuðina og
þrengsli skapast iðulega á göngum
þegar tveir hópar eru að fara og tveir
hópar að koma á sama tíma. Þegar
mest er umleikis eru sex námshópar
starfandi í skólanum, alls um 120
manns. Annað hvort verðum við að
láta hér staðar numið í útvíkkun
skólastarfsins, eða að fá rúmbetra
húsnæði á næstu árum.
Á síðasta ári sóttu um 500 banka-
menn einhverja fræðslu í skólann,
kenndar voru alls um 1100 kennslu-
stundir, sem 45 kennararönnuðust.
Þorsteinn Magnússon,
skólastjóri Bankamannaskólans.