Bankablaðið - 01.12.1981, Page 7
43.40
Benedikt E. Guðbjartsson,
Landsbanka Islands
STARFSÞJÁLFUN
OG MENNTUN
BANKAMANNA
Hin síðari ár hafa bankamenn lát-
ið sig fræðslumál sín miklu skipta.
Hafa þeir sótt eftir aukinni aðild að
stjómun fræðslumála bankamanna
m.a. með fjölgun fulltrúa í stjóm
Bankamannaskólans. Þá hafa full-
trúar S.Í.B. tekið þátt í störfum
fræðslunefndar norræna banka-
mannasambandsins með það fyrir
augum að fylgjast sem best með þró-
un þessara mála á norðurlöndunum.
Lítil umræða hefur farið fram um
fræðslumál okkar og er það miður.
Er okkur hollt að skoða stöðu þess-
ara mála með stuttu millibili í þeim
tilgangi að bæta starfsþjálfun og
menntun bankamanna. Grein þess-
ari er ætlað að skýra frá nokkrum
þáttum fræðslumála bankamanna.
Eitt af því sem hefur almennt
verulega þýðingu við ráðningu nýrra
starfsmanna er menntun umsækj-
anda. Svo kann að fara að ákveöið
stig menntunar verði sett sem lág-
mark við ráðningu. Starfsmanna-
stjórar nokkurra banka munu hafa
sett sér ákveðin mörk í þessu sam-
bandi, en vikið frá þeim í mjög
mörgum tilvikum.
Störf í bönkum eru margbrotin og
mun það þjóna best hagsmunum
bankanna að nýtt starfsfólk komi til
starfa með margvíslega reynslu og
Reglubundin
vióskipti
-bókað lán!
Nú getur þú sem launþegi slegið
tvær flugur í einu höggi með þvi að láta
greiða laun þin reglulega inn á reikning í Verzlunarbankanum eða gert það sjálfur.
Með því móti áttu sjálfkrafa kost á hinu nýja láni Verzlunarbankans - Launaláninu.
Hagræðið er ótvírætt. Að uppfylltum einföldum og sjálfsögðum skilmálum
getur þú gengið að öruggu skammtimaláni þegar þér hentar - engin bið eftir banka-
stjóra og engin óvissa um afgreiðslu.
Hafðu samband, hringdu eða komdu og fáðu nánari upplýsingar.
VŒZlUNflRBANKINN
AÐALBANKI OG UTIBU
7