Bankablaðið - 01.12.1981, Page 11

Bankablaðið - 01.12.1981, Page 11
Inngangur A undanförnum árum hafa skotið upp kollinum ýmis konar stjórntæki, sem auðvelda eiga rekstur fyrirtækja og stofnana. Aætlanagerð er eitt þessara tækja. Bankar hér á landi hagnýta sér vissa tegund áætlana- gerðar, eða afkomuáætlun. Hún erí reynd frekar spá en áætlanagerð, því í framhaldi af henni er ekki mörkuð nein leióandi stefna um framtíðina Spá er samt sem áður mikilvægur hluti áætlanagerðarinnar. Hún verð- ur enn mikilvægari, því nákvæmari sem upplýsingarnar að spánni eru. Við áætlanagerðina er reynsla fyrri ára dýrmæt. Áhrifaþættir framtíðar- innar bæði í þjóðlífinu sjálfu sem ut- an þess, marka einnig að verulegu leyti niðurstöður. Spár um þessa á- hrifaþætti eru þá hafðir til hliðsjón- ar. Hér getur verið um að ræða verð- bólguspár, gengisspár, hugsanlega þróun innflutnings og útflutnings, útlána og innlána, svo eitthvað sé nefnt. Víðast hvar erlendis hefur áætl- anagerð þróast í áhrifaríkt stjóm- tæki. Bankar í Bandaríkjunum hafa allt frá miðjum sjötta áratugnum notast við áætlanagerð í einhverri mynd. í dag hefur áætlanagerð hlot- ið þar viðurkenningu sem nauðsyn- legt hjálpartæki við stjórnun. Hér á eftir verður stiklað á stóm um nokkrar hugmyndir varðandi áætlanagerð. Þessar hugleiðingar byggjast að mestu leyti á greinum úr bókinni ,,The Bankers’Handbook", revised edition, útgefin af William H. Baughn og Charles E. Walker. Bókin var gefin út 1966 og endur- prentuð 1978 af útgáfufyrirtækinu Richard D. Irwin, Inc. Stuðst er að mestu við 22. - 30. kafla bókarinn- ar. í fyrstu verður rakið hvað áætl- anagerð er. Þá verður vikið að upp- byggingu áætlanagerðarinnar, hvemig hátta skuli undirbúningi hennar, markmiðssetningu og eftir- litskerfis til aðhalds. Því næst verða athugaðir mælikvarðar, sem nota má, til að fá vitneskju um árangur af rekstrinum. Að síðustu er skoðað, hvernig æskilegast er að haga upp- lýsingastreyminu, svo að árangur verði vænlegri. Hvað er áætlanagerð? Með áætlanagerð er leitast við að skilgreina vandamál, leysa þau og HUGLEIÐINGAR UM ÁÆTLANAGERÐ Guðjón Skúlason, Landsbanka Íslands taka ákvörðun um framtíðina í fram- haldi af lausn vandamálanna. Megin tilgangurinn er því að bæta aðgerð- argrundvöll framtíðarinnar. Ágóða- líkurnar eru að sama skapi auknar, því verðmætum nútíðarinnar er bet- ur ráðstafað. Árangur áætlariagerðarinnar byggist að miklu leyti á aðferðum. Engin einhlít stefna er til staðar fyrir bankastofnanir í heild. Sérhver stofnun er sambland þátíðar og nú- tíðar stjórnunar, markaða, við- skiptavina, félagslegra sem þjóðfé- lagslegra munstra. Áunnin verk- kunnátta og tækni er mismunandi. Aðferðir hvers og eins taka því mið af ofangreindum atriðum. Mark- miðssetningin hverju sinni hlýtur og að marka þær aðferðir, sem verða ofan á. Aðferðir ákvarðast einnig af því umhverfi sem bankinn starfar í. Umhverfisþættir eru t.d. efnahags- og stjórnmálalegir. Þeir eru einnig landfræðilegs eðlis, sem leiðir til þess að ákveðin atvinnugrein er ríkj- andi á viðkomandi stað. Banka- stofnanir eru því bundnari í mark- miðssetningunni, m.ö.o. hún ræðst af umhverfisaðstæðum. Árangurinn af áætlanagerðinni í rekstrinum endurspeglast verulega af, hvemig sjálf áætlanagerðin er notuð og eftirlitskerfinu beitt (að því verður vikið síðar). Auk þess er mikilvægt, til að bæta vinnubrögðin við áætlanagerðina, að allir sem að henni starfa skilji tilgang hennar, hvert skuli stefnt og hvernig. Þá er góð samvinna þátttakenda óhjá- kvæmileg, til að bæta árangurinn. Ofangreindir lykilþættir áætlana- gerðar vega þungt í stefnumótun áætlanagerðarinnar. Þó skal hafa hugfast að verktæknin og þörfin breytist í tímanna rás, vegna áunn- innar reynslu og breytinga í um- hverfi. Þetta kallar á stöðugt endur- mat og aðlögun að breyttum aðstæð- um. í sem skemmstu máli er áætlana- gerð: A. a) Kerfisbundin skilgreining vandamála b) Lausnþeirra c) Ákvörðunartaka B. Tilgangur: a) Bæta eiginleika framkvæmda b) Stuðla þar með aðframtíðar ákvörðunum, sem auka á- gróðalíkur og hagræði. Undirbúningur að áætlana- gerð Samkomulag verður að liggja fyr- ir um rannsóknaraðferðir væntan- legs árangurs, áður en ráðist er í sjálfa áætlanagerðina. Hafa skal í havegum hina gullvægu reglu „end- irinn skyldi í upphafi skoða.“ Öllum sem starfa að áætlanagerðinni, skal kunngert aðstefnt mark og valdar leiðir. Með þessu verður frekar hægt að koma í veg fyrir ónauðsynlega 11

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.