Bankablaðið - 01.12.1981, Side 14

Bankablaðið - 01.12.1981, Side 14
ART BUCHWALD: Lítil saga um kreditkort - Halló, er þetta Jón Gunnar Guðmundsson? - Já. . .? - Þetta er hérna hjá Visa-kreditkortum . . . - Nú já, til hamingju . . . - Sömuleiðis, en það er hinsvegar ekki þess vegna semað éghringi. Það hefur komið íIjós, aðþérskuldið 5.340 krónur umfram heimild yðar. Og svo höfum við ekkert heyrtfrá yður vegna þessa. - Nú, ég vissi ekki að ég ætti að hringja líka. - Nei, við bjuggumstekki við því heldur. Hins vegar bjuggumst við reyndar við aðfá sendan frá yður tékka. - já, jú jú, ég hafði nú svo sem hugsað mér að gera það, en það hefði hvort sem er ekki verið til innstœða fyrir honum, og þá hefðuð þið og bankinn orðið reiðir. - Svo að þér eigið þá engar 5.340 krónur? - Hver á slíkar fjárhœðir nú á dögum? Egmeina sko fyrir utan alla bissness kallana í bænum. - Heyrðu Jón, ég get alveg sagt yður það, að ég er ekki í neinu skapi til að grínast núna. Við viljum ein- faldlegafá okkar peninga greidda til baka. - Ja, þá er nú sennilega best að þú hringir í einhvern annan, því að þá peninga á ég ekki til. - Hvers vegna notuðuð þer Visa-kortið yðar, fyrst þér höfðuð fullnýtt heimild yðar? - Eg skal segja þér það, að það var hreint ekki œtlunin. En í h vert skipti sem égfór inn í búð fyrir jólin, var sama viðkvæðið alls staðar: Borgið gjarnan með Visa-korti, Eurocard, Master Charge, American Ex- press og allt h vað það nú heitir. Nú ég hélt að þið vilduð eiga við mig viðskipti, og notaði þess vegna eingöngu Visa-kortið. - Jón, þegar þérfenguð kortið yðar upphaflega hjá okkur, mátti það Ijóst vera, að einnig þarf að borga þá hluti sem keyptir eru og greiddir með kreditkorti? - Sko, efað þið komið með rök sem þessi, þá sendi ég bara kortið til ykkar. Eg hef bara ekki nokkurn áhuga á að eiga viðskipti við fyrirtæki, sem ekki vill hafa mig sem viðskiptavin sinn. - Nei, þér skuluð ekki hafa áhyggjur. Við höfum þegar lokað reikningiyðar, og bannað frekari notkun á kortinu. Efað þérhins vegar greiðið skuldina, getið þér byrjað að nota það á nýjan leik. - Ef að ég ætti pening, myndi ég borga, ha. Maður er bara svo andsk . . . blankur, svona rétt eftir jólin. - Segið mér, hvað var það sem jrér keyptuð eiginlega með kortinu? - Fullt af alls konar dóti handa krökkunum, til dœmis. Nú og svo splæsti ég flugferðum handa gömlu hjónunum til okkar, svo að þau gætu gisthjá okkur og verið með yfir hátíðarnar. - Eru þau búin að nota miðana báðar leiðir? - Já, þau fóru heim í gærkvöldi. Þau skemmtu sér alveg Ijómandi hér fyrir sunnan . . . - Jón, minn kæri! Þetta kemur til með að líta illa út í tölvunni. Tölvan verður mjög reið, þegar einhver við- skiptavinanna borgar ekki. - Nú, hvernig þá? - Þá segir hún öðrum tölvum, að þér neitið að borga Visa-skuldina yðar. - Það finnst mér déskoti óréttlátt, maður er jú með önnur kort í gangi.... - Jón, vitið þér hvað þér eruð kallaður í minninu á öðrum tölvum? - Nei, hvað getur það verið? - Svartisauður. - Nú jæja, enginn ersvo sem fullkominn. - Jón Gunnar, við viljumfá peningana okkar, og þá strax, að öllu gamni slepptu. - Okei þá, fyrst að svona er komið. Heyrðu annars, takið þið við greiðslu með Eurocard? Lauslega þýtt og endursagt: ÁE. 2) Eigið fé/heildareignir 3) Eigið fé/verg þjóðarfram- leiðsla D. Samkeppnisaðstaða: 1) Hlutdeild í markaði. Aðrir stuðlar í rekstrinum sem rétt er að gæta að eru: — Avöxtunarmunur - Þóknun — Launagreiðslur - Fjöldi starfsmanna — Önnur rekstrargjöld — Lánveitingar og ákvarðanir tengdar þeim. Aðferðir, sem til greina koma í ein- stökum tilvikum, eru t.d. kostnaðar- og nytjagreining (Cost-Benefit ana- lysis) með tilliti til fjölda starfs- manna og launagreiðslna. Þá er æskilegt að endurskoða hvert starfs- mannasvið á grundvelli núllgrunns áætlunar. Starfsemin og aðgerðir verða að réttlætast, en ekki er nóg að auka kostnað fyrri ára í ljósi verð- hækkana. Með kostnaðar- og nytjagrein- ingu er gerð athugun á kostnaði ákveðinnar framkvæmdar, í saman- burði við ábatann eða notin af fram- kvæmdinni. Niðurstöðuna má síðan bera saman við útkomu annarra framkvæmda. Með þessu móti er mögulegt að raða aðgerðum upp. Aðgerðir, sem eru hagkvæmastar samkvæmt þessari úttekt eru flokk- aðar fyrst. Á eftir koma þær, sem gefa minni mun á hagkvæmni og kostnaði. Þegar kostnaðurinn er orðinn meiri en reiknaður ábati, er aðgerðin talin óæskileg. Núllgrunns áætlanagerð (Zero- base budgeting) er aðferð, sem talin er öflug, til að koma við hagræðingu og skera niður óþarfa kostnað. Þessi viðleitni er auðveld í ljósi þess, að hvert ár byrjar frá núllpunkti í fjár- úthlutun. Hver eining verður að 14

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.