Bankablaðið - 01.12.1981, Page 21

Bankablaðið - 01.12.1981, Page 21
ar Jörundur stofnaði hundadaganki sitt í nafni Engelskra. Hann leysti út fangana úr tukthúsinu á Amarhóli og lét hand- taka Trampe greifa, fulltrúa danska kóngsins, erkióvinar englendinga um þær mundir. Þegar heimsveldum lýstur saman fljúga sindramir langt og geta kveikt mikil bál. Ekki þótti Jörgensen vænlegt að hafa þetta höfuðpláss ríkis síns óvarið fyrir gagnáhlaupum. Lét hann því leysingja sína dunda sér við að reisa vígi, þar sem best lá við, gegn sókn af sjó. Af glögg- skyggni herstjórans valdi hann klettinn sem gekk fram í víkina og þar reistu menn hans virki eitt mikið. Loks voru settar í hervirkið sex fallstykki, sem ginu út á Sundin í átt til Engeyjar, tilbúnar til að verja konungsdæmi Jörundar, sem „ríkti méður sóma og sann, eitt sumar á landinu bláa“. Fáni hins nýja ríkis, þrír flattir þorskar á bláum feldi, var dregin við hún á Skansinum, en svo var staður- inn kallaður um tíma eftir það. Öllum eru kunn endalok þessa ævin- týris. Floti hans hátignar Bretakonungs kom og tók Jörgen höndum án þess að úr kanónunum á Skansinum yrði nokkru sinni skotið. Þeir fluttu hann með sér burt í böndum, eftir að hafa rutt virkis- grjótinu niður í fjöru og sökkt fallbyss- unum í sjóinn þarna fyrir utan. Nú fór að vera skemmra á milli stórra viðburða við Arnarhólsklettinn. Öld- urnar fengu ekki nema 40 ár til að mala niður hleðslugrjótið úr Skansinum í fjör- unni við klettinn. Battaríið Hvort það var vegna þessa brambolts Jörundar hundadagakonungs eða vegna menningarstrauma sunnan úr álfu, þá fóru Mörlandar nú mjög að sækja að Dönum um frelsi. Stórhuga Islendingar tóku upp frelsismerkið og hófu mark- vissa baráttu fyrir sjálfstæði, ekki tii að koma á fót gamaldags konungsríki, held- ur nútímalegu lýðræði. Þjódfundurinn. Þjóðfundurinn frægi, sem haldinn var í Menntaskólahúsinu á bakka Amar- hólslækjarins að áliðnu sumri 1851, var örlagaríkur þáttur 1 þeirri baráttu. Trampe stiftamtmaður fann að á slíkum stundum væri betra að undirstrika vald sitt með her að bakhjarli og hafði því með sér 25 danska dáta. Herstöð var engin í bænum fyrir þetta vaska lið, svo þeir tóku til við að byggja nýtt vígi, þar sem Skansinn hafði áður staðið, fremst frammi á Arnarhólsklettinum. I annað sinn var minning landnámsmannsins frjálsa svívirt með hernaðaraðgerðum á Hválnum, sem goðin höfðu stefnt hon- um að. En þrátt fyrir herliðið, sem bjó um sig á Battaríinu, sem virkið varð nú nefnt, þá gátu danir ekki kúgað okkur til undir- gefni. ,,Við mótmælum allir", hrópuðu þjóðhetjurnar upp í opið geðið á her- mönnunum. Herinn hvarf á brott og skildi virkið eftir vopnlaust og ónotað. Flestar stórborgir heims hafa af ein- hverjum slíkum virkjum að státa. t.d. Skansinn í Stokkhólmi. Akerhus í Osló og Tower ot' London. Ef hernaður hetði orðið hér meiri á þessuni umbrotatím- um. má búast við að virkið hefði verið stvrkt og stækkað, kannski svo mjög að ekki vrði það aftur niður rifið. En við fengum frelsi okkar tneð svo friðsamleg- um hætti, að einsdæmi er. Þess vegna hlaut tímans tönn að vinna á virkinu litla fremst á Arnarhólskletti. það stóð svo hátt upp á hvolnum að öldurnar náðu ekki að brjóta það niður, en hinar kunnu Reykjavíkurrigningarog -hryssingur léku um það sumur sem vet- ur, svo það féll loks saman og fyrirgerð- ist. Sjófuglinn sá til þess að hleðslurnar gréru loks upp og urðu hvanngrænar sem fallegur skarnhóll. Utivistarsvæði í nokkra áratugi var Batteríið útivist- arstaður fyrir vaxandi fjölda bæjarbúa. sem gengu þangað út í „spássitúr" á sunnudögum til að njóta góðviðrisins. Atorkusamir strákar revndu krafta sína á að losa um hleðslurnar og léku sér í byssuleikjum. Piltarnir fóru með stúlk- um sínum í hvarf við hólinn til að njóta hins margrómaða sólarlags við Sundin eða að telja stjörnurnar á fögrum kvöldum. Sjómannskonur fóru hingað út þegar stórviðri voru í nánd og skvggndust eftir bátaferðum fyrir utan Evjar. Sjómenn í landi gengu með son- um sínum upp á Battaríið og litu vfir höfnina, því hvergi var betri sýn vfir skúturnarglæstuen héðan. Þegarástvin- ir komu að utan með kaupskipununt. stóðu menn og veifuðu á Battaríinu. Margur sveitapilturinn í sinni fvrstu kaupstaðarferð stóð hér með undrun í augum vfir athafnaseminni og umferð- inni á höfninni og álaginu fvrir utan. A skútuöldinni var oft mikið af stórum skipum hér samankomin og sum frá l'ramandi löndum. A þessum árum varð Reykjavík aðalhöt'n landsjns. stjórnset- ur þess og menntasetur Battaríið varð þ\i vettvangur margbrotins mannlifs a þessum arum. Það hefði því engan átt að undra að mektarhjón i bænum vildu eignast Batt- aríið til að byggja sérskrauthýsi og njóta þaðan náttúrufegurðar. Jón Vídalín. krtnsúll og samvinnufrömuður. lör um aldamótin fram á það við Alþingi. að kaupa þessa smáspildu úr Arnarhóls- jörðinni. sem nú var orðin rikiseign. /Itil'uriu). 21

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.