Bankablaðið - 01.12.1981, Qupperneq 22
Skipsstrand við Battaríið í vetrarveðri um aldamótin. Húsið Höfn, sem þarstóð um nokkurtskeið,
sést handan við Battaríið (til hœgri).
Upphófst þá mikið þref og málaflækjur.
Margir voru andvígir þessum ráðahag,
annað hvort vegna óvildar eða öfundar,
sem athafnamenn á íslandi hafa iðulega
fengið að kenna á, eða vegna þess að
menn grunaði að fiskur lægi undir steini.
að Jón hefði í hyggju að reisa þama höfn
eða verstöð fyrir þilskipaútgerð sína.
Málið endaði með því að konsúllinn fékk
synjun sinnar frómu bónar og Reykja-
víkurbær fékk spilduna til ráðstöfunar.
Og úr því fór að fækka árunum, sem
öldurnar áttu eftir að skvampa við
Arnarhvál.
Álagahóll
Eftir að byggðin í kvosinni jókst,
fjölgaði húsum fyrir austan lækinn og
jafnframt jókst ásókn í byggingarlóðir á
Arnarhólnum sjálfum. Þau álög hafa
verið á hól þessum, að miklar og heitar
umræður hafa jafnan staðið um hugsan-
legar byggingarframkvæmdir þar. Sum-
um helstu stórbyggingum borgarinnar
hafði verið ætlaður staður þar, s.s.
Menntaskólanum, Landsbókasafninu,
Alþingishúsinu, Landsspítalanum, Am-
arhvoli og Þjóðleikhúsinu. Nokkrar
þeirra fengu þó lóðir mjög nærri hóln-
um, en ekki á honum sjálfum.
Jón Vídalin. en um hyggingarframkvæmdir
hans við Battaríiðstóð mikillstyrá Alþingiog
í bæjarstjórn um 1899.
Það þarf engin stóryröi um SAAB
Hann seiur sig sjálf ur
TÓQGURHF.
SAAB
UMBOÐIÐ
BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530
22