Bankablaðið - 01.12.1981, Side 25
L
ann og voru það sænskir fjármálamenn
sem fengu heimild til að reisa til þess
stórhýsi, í sænskum stfl, úr tígulsteini
(1925). Var því valinn staður, þar sem
auðvelt var til útskipunar á ísnum og
kolaportin ljótu við enda austurgarðsins
þóttu heppilegust. Sá hét Gustafson,
sem var settur forstjóri fyrirtækisins og
það kallað SænskaFrystihúsið. Þetta var
eitt fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á
landi og framleiddi ekki aðeins hreinan
og hvítan ís, heldur tók ýmsar afurðir til
frystingar og leigði út klefa fyrir verslanir
og einstaklinga. Mörgum fannst nýr tími
runninn upp í geymslu matvæla.
A stríðsárunum keyptu íslenskir fjár-
málamenn fyrirtækið fyrir kr. 9.000,00,
sem var mikið fé í þá daga. Var það rekið
með þverrandi glæsibrag fram til síðustu
ára, að það var orðið úrelt hvað tækni-
búnað og húsakynni snerti. Var það loks
rifið nú í haust og var það fárra harmur.
Sænska Frystihúsið var fulltrúi hins
nýja tíma sem í hönd fór í landinu, frysti-
húsaiðnaðarins, sem í dag er undirstaða
okkar verðmesta útflutnings og það er
einnig dæmi um erlent fjármagn, sem á
bernskuskeiðum okkar atvinnulífs kom
víða við sögu í landinu. Þá er það einnig
fulltrúi fyrir stórhýsi og erlenda húsa-
gerðarlist íbænum. Tígulsteinsstöplamir
á öllum homum hússins, voru nokkuð
áberandi og settu svip á bæinn, því
hvergi annars staðar var slíkt efni notað
til bygginga í bænum.
Þeir sem sóttu atvinnu, eða áttu erindi
í frystihúsið þarna niðri á Arnarhóls-
klettinum gamla, áttu oft erfitt með að
fóta sig í rokinu og hálkunni við hús-
hornið og ekki ósjaldan voru gluggar at-
aðir sjávarseltu eftir norðanáhlaupin,
svo að lítið fór fyrir útsýninu. Stundum
skildi Ægir konungur eftir malarhauga
eða grettistök á gangstéttinni fyrir norð-
an húsið, því Kolbeinshaus mátti sín lítils
í því ótrúlega særóti, sem getur komið
þarna í ákveðnu veðurlagi. Starfsbræður
okkar í Seðlabankanum eiga því senni-
lega eftir að hugsa stundum hlýtt til þæg-
indanna og róseminnar í sambýlinu við
Landsbankann niðri á mölinni í Austur-
stræti.
Niðurlag
Nú er að hefjast nýr kafli í sögu Amar-
hválsins, þegar Seðlabankinn er að hefja
framkvæmdir við sína langþráðu bygg-
ingu. Þama er Seðlabankinn loks kom-
inn í samfélag heilagra, innan um öll
ráðuneytin og ríkisstofnanimar kringum
hólinn eftirsótta. Þá bagalegt hafi verið
að slá byggingarmálum bankans svo
mjög á frest, þó hefur þetta þref þó leitt
til þess, að bankinn hlaut endanlega
virðulegan og heppilegan stað og einnig
að landsins fyrsta bílageymsla verður
byggð þarna við hlið bankans, grafin
undir grænni jörð. Vonandi er það ein-
mitt upphaf nýs tíma í skipulagsmálum
höfuðborgarinnar, að heppilegar bíla-
geymslur verði reistar margar í miðbæn-
um. Þar sem menn höfðu áður reiðhesta
sína í girðingu, munu þeir nú setja blikk-
beljur sínar á bás. Þannig endurtekur
sagan sig á þessum stað.
Þegar að því kemur, að hanna skreyt-
ingar og innréttingar fyrir Seðlabank-
ann, munu listamennirnir hafa um mik-
inn fjölda táknrænna mynda að velja frá
sögu þessa staðar, s.s. öndvegissúlum,
kanónum, tígulsteinsveggjum, járn-
brautarteinum, þorskafánunum bláa,
kolamolum eða krítarhleifum og amboð-
um bænda eða sjómanna, sem allt tengist
þessum látlausa en merkilega stað.
Særok og brimlöður á eftir að ganga
yfir þá Seðlabankamenn, ,,þegar norð-
anvindur napur, næðir um torg, steyðist
oFnaf Esju, og yfir höfuðborg", ekki
síður en yfir forvera þeirra á Arnar-
hválnum fyrir neðan heiði. þar sem súlur
Ingólfs flutu fyrst á land, en þjóðarsagan
síðan endurspeglast svo mjög í.
Kolbeinshaus er lítill brimbrjótur fyrir
Seðlabankannáþessumnýja stað, en öll
vonumst við til að bankinn geti verið
traustur brimbrjótur fyrir íslenskt efna-
hags- og atvinnulíf. Þó að ágjöf kunni að
verða nokkur, vonumst við til að Seðla-
bankinn geti átt sinn þátt í að stýra þjóð-
arskútunni farsællega um ólgusjói al-
þjóðaviðskipta, eins traustum þjóð-
banka er ætlað, og eins og hann hefur
gert dyggilega á sínum stutta starfaldri
í nóvember, 1981,
Þorsteinn Magnússon.
Scdlabankahúsid í endanletfrt gerd. Það vottar fyrir burstuniejarsiil. i lcet>ri hluta bygginganna.
fvrir miðri mvnd. Bílayevmsluhúsid er undir hótnum lengst til hœ^n.
25