Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 32

Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 32
arlega á kaplinum miðað við aðrar þjóðir við að tölvuvæða bankastarf- semina. Og það sem verra er yfirleitt á röngu róli líka, sem felst í því að flutt hafa verið til landsins síðustu tækin sinnar gerðar oftar en hitt. Á þessu kann að verða breyting á næstunni og þá kann einnig að koma í ljós að gott hafi verið að flýta sér hægt í þessum efnum nú upp á síð- kastið, enda fleygir tölvutækninni ört fram og verðinu að sama skapi niður. Að einu leyti getum við þó státað af að hafa skotið öðrum löndum í heiminum, og þó víðar væri leitað, ref fyrir rass, en það er í greiðslu- skiptum. Ekki bara með því að hafa aðeins eina greiðslujöfnunarstöð, heldur og með því að hafa tekið upp skjalalaus greiðsluskipti utan af landsbyggðinni, sem gerir það að verkum að tékki er nú bókaður á þeim degi sem hann er innleystur í banka, hvar sem er á landinu. Má því segja að öðrum þjóðum sígur heldur betur larður hvað þetta snert- ir. Með tilkomu Reiknistofu bank- anna sköpuðust aðstæður til margs- konar samræmingar í úrvinnslu og færslu bankabókhalds og mikil- vægra skráa, sem bankar höfðu upp- fært hver með sínum hætti, sumpart í eigin tölvum. Eru nú flest stærri undirverkefni bankabókhaldsins tölvuunnin og nú hyllir meira að segja undir það að hið langþráða aðalbókhaldskerfi komist í höfn. Reikningsuppsetning banka og sparisjóða hefur fram til þess verið sundurleit, enda við enga sérstaka bókhaldslöggjöf að styðjast fyrir innlánsstofnanir. Er hafist var handa við að skipuleggja aðalbók- haldsverkefnið fyrir nú hart nær þremur árum, var ljóst að semja yrði samræmdan reikningslykil fyrir inn- lánsstofnanir. Með því að tekið var til óspilltra málanna um jól og ára- mót máttu aðalbókarar bankanna, lítt vera að því að gefa sig að því verki, en létu starfsmenn RB um það og hvern annan um að fylgjast með. Er skemmst frá því að segja að sá lykill sem út úr þessu kom var rúmu ári síðar úrskurðaður ónot- hæfur af þar til kvöddum endur- skoðendum og að bestu manna yfir- sýn. Að undirlagi Samstarfsnefndar bankanna við RB var þá skipuð lyk- ilnefnd í samstarfi við Endurskoðun hf og Bankaeftirlitið. Er lykill nr. 2 var tilbúinn haustið 1980 var kerfissetningu miðað við hinn fyrri lykilinn langt á veg komin, en því miður unnin nokkuð fyrir gíg og illa grunduð. Var því snemma á þessu ári settur á laggirnar sérstakur starfshópur bankamanna og RB- manna og falið það verkefni að koma málinu í höfn undir forystu nýs og óþreytts kerfisfræðings. Út- færa þurfti og skipuleggja bæði lykil- inn (lykill nr.3) og úttakslista kerfis- ins nánar og kerfissetja margt að nýju, sem eðlilega hefur tekið sinn tíma. Hafa allir hlutaðeigandi og með samstilltu átaki lagst á eitt með að hraða verkinu og gefið sér tíma til að hugsa vel fyrir öllu, svo nánast um djúpköfun hefur verið að ræða. En hvort kafað hefur verið nógu djúpt á eftir að koma í ljós. Nýi bókhaldslykillinn er byggður upp á rökvissan hátt með innra sam- ræmi fyrir augum og það að grund- vallaratriði aðalbókhaldskerfisins samrýmist þeim megin hugmynd- um, sem nú eru ríkjandi um skipulag bókhalds, reikningsskil innláns- stofnana og bætt innra eftirlit. Pá er reynt að fullnægja eðlilegum kröfum um sveigjanleika til að mæta sum- part misjöfnum þörfum bankanna og síðari þörfum fyrir nýjar og breyttar sundurliðanir. Aðalflokkum hans (eignum, skuldum, tekjum og gjöldum, er skipt í 32 höfuðflokka, sem svo aftur skiptast í 144 lykilflokka og þeir í 79 undirflokka, sem geta orðið fleiri að vah hvers banka. Stöðluð reiknings- númer eru þó aðeins um 100 talsins, en líklegt er að í venjulegu útibúa- bókhaldi, sé þörf fyrir um 450-500 sérreikninga og hjá aðalbönkum, með mörg útibú, allt að því helmingi fleiri þótt ótrúlegt sé! Verður lykilinn notaður alfarið sem úttakslykill, og flestir listar skrifaðir út í röð á hann, en ekki að öllu leyti sem inntakslykill, þar sem heildarfærslur úr undirverkefnum (sparisjóði, ávísana- og hlaupa- reikningi, víxlum og síðar verðbréf- um o. fl.), munu bókast beint og með sjálfvirkum hætti inn í aðalbókhald- ið. Segja má, að tilkoma þessa tölvu- kerfis marki viss þáttaskil í allri skýrslugerð og bókhaldsvinnu banka og sparisjóða, en alveg þó sérstaklega hjá þeim bönkum sem hafa fjölmörg útibú víðsvegar um landið. í stað þess sem áður hefur þurft að gera upp bókhald á hver jum stað, ná reikningsyfirlitum og skýrsl- um til aðalbankans, draga saman tölur, verða nú fyrirliggjandi listar og yfirlit fyrir hvert útibú, hverja rekstrareiningu og bankann í heild, í höfuðstöðvum bankans að morgni næsta dags. Verða þar og dregnar saman í hnotskum bókhaldslegar upplýsingar um stöðu helstu efna- hagsliða, tekna og gjalda, þróun þeirra og breytingu miðað við dag- inn áður, síðustu mánaðamót, síð- ustu áramót og á næstliðnum 12 mánuðum. Mun þá vonandi léttast brúnin á mörgum bankabókaranum, sem um áratuga skeið hefur mátt sitja streitt- ur við að vinna þessar upplýsingar upp í höndum, og allar tölur löngu úreltar og nokkurs konar sagnfræði þegar þær loksins lágu fyrir. Engin furða þótt bókarar hafi þótt gamaldags, allt að því mosavaxnir. En tímarnir breytast og mennimir með! Vonandi verður sú breyting til batnaðar en ekki til ,,vesnaðar“ eins og segir í hinu nýkveðna! 32

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.