Jazzblaðið - 01.12.1949, Síða 22

Jazzblaðið - 01.12.1949, Síða 22
Louis Armstrong í hljómleikaferð Þann fyrsta október síðastliðinn lagði átta manna hópur af stað frá New York til Evrópu. Þetta var hinn heims- frægi jazzleikari Louis Armstrong með hljómsveit sína, með þeim Earl Hines píanóleikara, Barney Bigard klarinet- leikara, Jack Teagarden trombónleikara, Cozy Cole trommuleikara og Arvell Shaw bassaleikara. Auk þess var söng- konan Velma Middleton með í förinni og einnig Lucille, eiginkona Armstrong. Á flugvellinum í Stokkhólmi tóku sænskir jazzleikarar á móti þeim með’ hljóðfæraslætti og frá þeim degi hafa; evrópiskir jazzunnendur borið þau á höndum sér, hvar sem þau hafa komið. Hljómleikar hafa verið haldnir í Stokkhólmi, Gautaborg, Kaupmanna- höfn, Antwerpen í Hollandi og víðar og hvarvetna hafa, ekki einungis tón- listarblöðin, heldur einnig dagblöðin keppst um að hæla þessum fámenna hópi. Hver einasti maður í hljómsveit- inni er snillingur á sitt hljóðfæri. Beztu dómana fær þó píanóleikarinn Earl Hines, jafnvel klassískir gagnrýnendur segja, að píanóleikur hans sé „hápunkt- ur fullkomnunarinnar". Sænsku blöðin skrifuðu ekki um annað en hljómsveit- ina fyrstu dagana í október og október- hefti tónlistarblaðsins „Estrad" var til- einkað Armstrong. Teagarden og Middleton.

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.