Jazzblaðið - 01.12.1949, Page 24

Jazzblaðið - 01.12.1949, Page 24
Þú getur lært að impróvisera segir Freddy Clayfton þekktur enskur jazzleikari og kennari. Hvort hægt sé að læra að impróvi- sera hefur verið umræðuefni margra allt frá því að byrjað var að leika jazz. Sumir músikantar halda því fram, að það verði að vera meðfætt, en aðrir segja að hægt sé að læra að impróvi- sera — en að vissu takmarki. Satt er það, að það ræður miklu, að þetta sé meðfætt og margir — sérstaklega þeir, sem eru laglausir — eiga litla von með að geta nokkumtíma lært það. En ég held, að maður, sem hefur sæmilega gott vald á hljóðfæri sínu geti lært að impróvisera, ef hann fer rétt að því. Hvernig á þá að fara að því? Öll impróvisering, hvort sem það er eldri jazzinn eða be-bop, er byggð upp á hljómum. Þess vegna er nauðsynleg- ast af öllu fyrir þann, sem ætlar að impróvisera að læra nótur allra hljóma, dúr, dúr-ferhljóma, moll, og minnkaða og stækkaða þrí- og ferhljóma til að byrja með. Nóturnar í hljómunum eru hráefnið og það er nauðsynlegt að vita, hvemig á að nota þær. Þú þarft að æfa tón- heym þína og auka þekkingu þína með því að hlusta á það bezta, sem til er af impróviseruðum jazz. Nöfn eins og Bobby Hackett, Beiderbecke, Rein- hardt og Hawkins koma mér strax í huga ásamt fjölda annarra, sem leikið hafa inn á plötur, sem mikið má læra af. Ég geri þá ráð fyrir, að þú hafir lært nótur þessara hljóma, og sem skyldurækinn nemandi þá hafir þú aukið þekkingu þína á góðum jazz og þjálfað heymina. Þá komum við að því að læra að impróvisera. Taktu hljóðfæri þitt (segjum, að það sé trompet) og leiktu fjóra fyrstu taktana í laginu „Dinah“, sem eru byggðir á einum dúr hljóm, sjá dæmi A á næstu síðu. Síðan skaltu leika sömu nótur, en nú með „rhytmísk- ari“ fraseringu ,eins og í dæmi B. Þú sérð strax, að þetta er mjög tak- markað og væri alls ekki upp á það RABB. —Framh. af bls. 21. við árangri. Þá er enginn vafi á því, að jazzinn mun fá að njóta vinsælda sinna eins og honum ber, öllum mis- skilningi í sambandi • við hann verður útrýmt og vanþekkingu á honum breytt í þekkingu. Og þá verður ekki hægt að segja með sanni um íslenzka áheyrend- ur, að 80% heyri alls ekki, hvað um er að vera. 24 $a~UJá

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.