Útvarpstíðindi - 01.05.1953, Page 7
Salttu og eftir smáryskingar tekst henni að
leggja hann fyrir. Harri, Jussi og Antti koma
inn. Stef Anttis (söngur íangans) og söngur
Jussis blandast saman: „Við erum ekki þræl-
ar og skulum heldur aldrei verða það.“ Fóget-
inn birtist í dyrunum með svipu í hendinni, og
steytir hnefann framan í bæjarfólkið, vegna
þess að það er ekki ^tekið ofan fyrir honum.
Jussi sýnir fógeta fangabréf Anttis. Fógetinn
reiðir svipuna til höggs og slær hattinn af Jussi,
sem verður fjúkandi reiður, þrífur svipuna af
fógeta og brýtur hana.
2. þáttur.
Túnið fyrir utan bæinn. í fjarska heyrist fyrst
kall selstúlkunnar, síðar kveða við sterkar karl-
mannsraddir. Liisa kemur syngjandi fram á
sviðið. Kaisa kemur líka stundu síðar og fer að
þvo. Liisa er að syngja um unnusta sinn, sem
hafði komið svo karlmannlega fram við fóget-
ann daginn áður. Maija fer inn til þess að
sækja brúðargjafir Anttis, sem hún svo skart-
ar. En í hennar augum eru þær of vandaðar
og veraldlegar. Jussi kemur út úr bænum og
sér fljúgandi fálka, sem ber í sjóndeildarhring-
inn. Jussi lofsyngur stolt, dirfsku og frelsi rán-
fugla. Liisa gengur nær Jussi, og ástin vaknar
skyndilega í brjósti beggja. í lok þessa atriðis
heyrist óljós hljómlist í fjarska. Æskulýður
sveitarinnar kemur þjótandi fram á sviðið, og
heldur rakleitt inn í bæinn, og brátt berast
glaðir danstónar innan úr bænum. Skömmu
síðar kemur Antti sárreiður, vegna þess refsi-
dóms, sem hann á að sæta. Maija ásetur sér að
bjarga honum úr klóm „réttvísinnar", og hvet-
ur hann til þess að leggja á flótta.
Kétt eftir að Antti er horfinn, og Maija situr
ein eftir harmi lostin, heyrast allt í einu hinir
trylltu söngvar „hájyanna." „Hájyarnir" bera
sig dólgslega og foringi þeirra skorar einhvern
heimamanna á hólm. Jussi verður til að taka
áskoruninni, berst drengilega og fer með sigur
af hólmi. „Hajyarnir" halda sneyptir leiðar
sinnar. Jussi og Liisa gefa sig nú óskipt á vald
ást sinni, en fyrr en varir kemur Harri og trufl-
ar þau. Hann spyr þau eftir Antti, og jafnskjótt
og hann kemst að raun um flótta hans, leggur
Harri út í náttmyrkrið til þess að leita hans.
3. þáttur .
Liisa situr við vinnu sína inni í stofu. Jussi
kemur heim eftir langa og árangurslausa leit.
Hvert sem leitað er, þá finnst Antti hvergi. Þau
syngja ástarsöng saman, en þagna um leið og
þau sjá til ferða fógetans. Hann er þar kominn
til þess að reyna að fá upplýsingar viðvíkjandi
flótta Anttis. Fyrst spyr hann drenginn spjör-
unum úr, og tekst að veiða það upp úr honum,
að Jussi hafi síðast verið með Antti. Því næst
yfirheyrir hann Kaisa, en honum verður ekki
eins ágengt með hana og með Kaappo, enda anýr
hún svo út úr fyrir honum, að hann rekur hana
á dyr. Yfirheyrslunum heldur enn áfram ,og er
nú Juási leiddur fram fyrir fógetann. Vegna
framsagnar drengsins, lætur fógetinn setja Jussi
í járn, og skipar honum að fara inn í næsta her-
bergi. Fógetinn tekur svipu sína og fer á eftir
honum. Héraðsdómarinn varar hann við að nota
svipuna á fangann. Það sé bæði hættulegt og
ólöglegt. Án þess að fást um það^ fer fógetinn
inn á eflir Jussi, og brátt heyrist þaðan mikill
hávaði. Jussi kemur aftur hamslaus af reiði:
„Hann barði mig með svipunni eins og ég væri
gömul eik.“ Fógetinn kemur nú út úr herberg-
inu. í reiði sinni brýtur Jussi af sér járnin,
bregður hnífi sínum og ræðst á fógeta, sem í
sömu andránni hleypur af skammbyssu. — Fó-
getinn fellur dauður niður. Jussi, sem særst hef-
ir í brjósti, syngur sinn síðasta söng og deyr.
Liisa kastar sér yfir hann, veitir honum ná-
bjargirnar og brestur síðan í þungan grát.
Blaðamannafélag íslands mun á næstunni
hafa kvöldvöku í útvarpinu, er verður helguð
fyrsta íslenzka blaðamanninum, Magnúsi Ket-
ilssyni sýslumanni. Á árunum 1773—’75 gaf
Magnús út tímaritið Islandske Maanedstidender,
er var prentað í Hrappsey. Magnús Ketilsson
fæddist 29. jan. 1732 og dó 18. júlí árið 1803.
Hann var sýslumaður í Dalasýslu árið 1702 og
bjó í Búðardal. Hann var einn af merkustu
mönnum síns tíma og liggja eftir hann mikil
ritstörf. Á útvarpskvöldi Blaðamannafélagsins
mun verða lesið upp úr verkum hans, sérstak-
lega tímaritinu.
„Hvers vegna hættirðu að læra að syngja,
vinkona?"
„Ég söng einu sinni í kirkju, og söfnuðurinn
skifti þegar um trúarbrögð.“
ÚTVARPSTÍÐINDI
7