Sindri - 01.10.1920, Blaðsíða 31
Sindri VERNDARBR]EF OG EINKALEVFI 25
og selja spegla og glös. Árið 1597 fengu Sarrode og Ponte
einkaleyfi til glergerðar í Melun, og 1611 fjekk Bras-de-fer
20 ára verndarbrjef fyrir uppfundningu á mylnu.
Verndarbrjef þessi höfðu einkun þann tilgang, að gera
mönnum þeim er þau voru veitt kleift að útbreiða uppfunan-
ingar sínar, án þess að vera bundnir hinum ýmsu iðnstjetta-
fjelögum. Á þessum tímum var vinnusviðið svo takmarkað, að
enginn iðnaðarmaður mátti starfa að öðru en því, sem tilheyrði
hans verkahring, og kom það því oft fyrir, að uppfundninga-
menn yrðu að fara í mál við iðnstjettafjelögin, eins og t. d.
Argand, sem fundið hafði upp brennara þann með tvöfaldri
loftrás, sem við hann er kendur. Hann varð að fara í mál
við 4 fjelÖg áður en hann gat fengið að koma uppfundning-
unni í framkvæmd.
Þegar frakkneska konungshásætið hrundi, var það eitt hið
fyrsta verk löggjafanna að setja lög um verndun uppfundn-
inga; þau gengu í gildi 7. janúar 1791. Svo voru ný lög sam-
þykt 1794 og önnar 1844, og heimiluðu þau útlendingum
sömu rjettindi til einkaleyfisverndar og frönskum þegnum. Hin
rómönsku ríkin, svo sem Spánn, Portugal, Italía og einnig
Belgía hafa sniðið einkaleyfislög sín eftir hinum frakknesku.
I Norðurameríku voru einkaleyfi fyrst veitt á grundvelli
ensku laganna frá 1624, en þjóðin viðurkendi ekki rjett Engla-
konungs til þess að veita einkaleyfi í Ameríku og urðu upp-
fundningamenn því að leita til fylkisstjórnanna. I október 1641
veitti Court fylkisstjóri í Massachusetts Samuel Winslow einka-
leyfi á aðferð við saltframleiðslu, með því skilyrði, að hann
kæmi saltgerð á fót innan eins árs. Eftir að Bandaríkin sögðu
skilið við England, árið 1776, var farið að undirbúa einka-
leyfislög og hlutu þau gildi 10. apríl 1790. Ekkert vita menn
með vissu |um efni laga þessara, því að Englendingar náðu
þeim og brendu ásamt öðru árið 1814, nema það, að þau
fyrirskipuðu nákvæma prófun uppfundninganna áður en einka-
leyfi væri veitt; en prófunin mætti svo mikilli mótspyrnu, að
1793 varð að setja ný lög er voru næstum alveg eins og
þau ensku.
I Englandi var frá byrjun 18. aldar fyrirskipað að láta