Sindri - 01.10.1920, Blaðsíða 27
SINDRI
Málmar fundnir á Islandi.
EFTIR B]0RN HrISTIÁNSSON, FYRV. BANKASTJÓRA.
Yfirlit. Um eitt skeið nam hr. Björn Kristjánsson fyrverandi banka-
stjóri efnafræði í Þýskalandi, aðallega það er snerti máimrannsóknir í
steinum. Hefir hann í mörg ár fengist við rannsóknir á hjerlendum stein-
tegundum og gefið sig alfarið að þeim síðan hann ljet af stjórn Lands-
bankans árið 1918. Eftir beiðni ritstjórnarinnar hefir hr. B. Kr. ritað
skýrslu þá, er hjer fer á eftir, um árangurinn af þessum rannsóknum
sínum. Þar eru taldar þær málmtegundir, sem hann hefir fundið í steinum
hjer á landi. Ættu rannsóknir þessar að geta komið þeim að töluverðum
notum, er framvegis munu fást við málmrannsóknir hjer á landi. RITSTJ.
]eg vil með ánægju verða við tilmælum yðar> herra rit-
stjóri, og láta yður vita í stórum dráttum, hvaða málma jeg
hefi orðið greinilega var við í steinum hjer á landi síðustu
árin, sem jeg einkum hefi gefið mig við athugun hjerlendra
steina.
Þegar jeg fyrir 14 árum fór svolítið að kynna mjer jarð-
fræði og málmmyndunarfræði, fjekk jeg þá skoðun, að alls
eigi gæti verið útilokað að málmar væru hjer til í meiri eða
minni mæli. ]eg byrjaði þá á því að kynna mjer ýmsar stein-
tegundir, er jeg gat náð til, án þess jeg þá hefði tíma til að
ferðast um. og leita sjálfur að líklegum bergtegundum. Og jeg
fjekk aldrei tíma til þess fyr en jeg ljet af bankastjórn.
Síðustu sumurin hefi jeg því aðallega athugað bergtegundir,
einkum í Lóni, þar á meðal í Hornunum báðum, og rann-
sakað steinana á vetrum.
]eg bjóst alls ekki við, þegar í stað, að finna í ofanjarðar-
steinum, og með mínum litlu tækjum, vinnanlegar námur, hefi
jeg því lagt, aðalhersluna á að grenslast eftir, hversu margar