Sindri - 01.10.1920, Blaðsíða 29
SINDRI
Verndarbrjef og einkaleyfi.1
EFTIR GUÐM. M. WAAGE.
Yfirlit. Saga verndarbrjefa og einbaleyfa er rabin ítarlega frá fyrstu
tímum alt fram á vorn dag. RITSTJ.
Verndun uppfundninga hefst á miðöldunum. Fyrst svo sögur
fari af eru einkaleyfi veitt á Englandi; þau voru þó í dálítið
öðruni anda en nú gerist, því einstakir menn fengu einkaleyfi
til að framleiða nýja vörutegund eða stunda nýja iðngrein.
Arið 1331 var Jóhanni Kemp veitt verndarbrjef sem vefara
og litara. Arið 1336 fengu tveir vefarar frá Brabant verndar-
brjef í Jórvik og 1386 þrír úrsmiðir frá Delft. 1440 fær Jó-
hann von Sciedam verndarbrjef til saltgerðar. Af framantöldu
er ljóst, að aðaláherslan var lögð á það, að flytja inn til Eng-
lands nýjar iðngreinar frá öðrum löndum.
Tilgangur þessi sjest á brjefi því, er Moreton kanzlari
Hinriks VII. ritaði Parlamentinu: »— til þess að þjóðin verði
fær um að framleiða listir og iðnað, ríki vort standi betur á
eigin fótum, letin minki og peningar vorir hætti að streyma
út úr landinu fyrir erlendan varning«.
Verndarbrjefin voru ýmist stíluð til allra þegna konungs,
eða ákveðins landshluta. Þau voru svonefnd opin brjef (literae
patentes), og nota nú flest allar þjóðir patent-nafnið við einka-
leyfisveitingar á nýjum uppfundningum.
Iðnaðurinn efldist nú óðfluga, en jafnframt sáu konungarnir
að einkaleyfisveitingarnar gátu orðið þeim drjúg tekjulind, og
þá hófst tímabil sem mest líktist einokun. Nú grundvölluðust
1 Erindi flutt í »Iönfræöaklúbb Reykjavíkur« 12. des. 1917.