Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 38

Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 38
Ólafur Gunnlaugsson Hinsta kveðja frá starfsmönnum Landsbanka íslands Síðla kvölds hringir síminn. í sím- anum er Guðlaug dóttir Ólafs og til- kynnir að faðir sinn sé dáinn. Eftir það sem á undan er gengið, kom fregnin ekki á óvart. Spurningin var hvenær lyki margra mánaða stríði við þann sjúkdóm sem læknavísindin hafa ekki enn unnið bug á. Eftir situr söknuður og tregi og þó ekki síst þakklæti fyrir að hafa átt vináttu Ólafs. Ólafur lést á Landakotsspítala aðfaranótt 31. októ- ber síðastliðinn og var lagður til hinstu hvílu þann 7. nóvember sl. Ólafur Gunnlaugsson fæddist í Ólafsvík á Snæfellsnesi þann 23. júní 1921, og var því 65 ára er hann lést. Ég mun ekki rekja ættir Ólafs hér, en að loknu námi við Verslunarskólann réðist hann til starfa hjá Landsbanka íslands og starfaði óslitið í 42 ár. Á svo löngum starfsferli verða samstarfs- mennirnir margir, félagar sem unnu að sama markmiðinu, það er að vinna stofnun sinni vel, og ekki síst að berjast fyrir framgangi og vexti síns starfs- mannafélags sem að vissu leyti hefur mótast og dafnað í takt við þær breyt- ingar sem stofnun sem Landsbanki íslands hefur gengið í gegnum tíðina. Okkar kynni voru ekki löng og finnst mér það miður, því þeir sem þekktu Ólaf og störfuðu með honum lýsa honum sem skilningsríkum og traustum félaga, félaga sem þeir gátu leitað til ef eitthvað bjátaði á. Þó haft sé á orði að maður komi í manns stað hlýtur að myndast skarð og félag okkar verður fátækara þegar félagi fellur frá. Ólafur starfaði mikið að félagsmál- /. ó.júlí 1920 d. 1. nóv. 1986 Andlát hans bar að í bifreiðarslysi á Hellisheiði hinn 1. nóv. sl. Helfregnin þennan óveðursdag kom ástvinum og okkur starfsfélögum Sigurðar Sigur- geirssonar á óvart. Hann hélt af stað frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík þennan laugar- dagsmorgun, hress og glaður í huga austur yfir f jall og hugðist gista í sum- arhúsi að Flúðum, er hann var að reisa f jölskyldu sinni til sumardvala og síðar að loknum starfsdegi til lengri dvalar í unaðsreit íslenskrar sveitasælu. Áfram skyldi ferðinni heitið þennan umrædda laugardag austur að Hruna í Árnessýslu til fornvinar síns, prófasts Sveinbjarnar Sveinbjarnarsonar og vera þar við guðsþjónustu á sunnudag, þar sem prófasturinn áformaði að kveðja söfnuð sinn eftir 42 ára þjón- ustu í sókninni. Náinn var Sigurður fluttur til Reykjavíkur eftir slysið á hellisheiði. Sigurður Sigurgeirsson fæddist á ísafirði 6. júlí 1920, sonur hjónanna Guðrúnar Pétursdóttur frá Hrólfs- skála á Seltjarnarnesi og Sigurgeirs Sigurðssonar regluboða frá Eyrar- bakka, þá prestur á ísafirði og pró- fastur í ísafjarðarsýslu, síðar biskup um innan síns starfsmannafélags. Hann var í stjórn F.S.L.Í. til margra ára og sat í nefndum á vegum félagsins. Hann var formaður starfsárið 1974-75. Hans störf verða seint fullþökkuð, störf sem hann vann að með elju og dugnaði. Félagar í F.S.L.Í. drjúpa höfði sínu í þögn og þakka af alhug að hafa átt tækifæri til að eiga samleið með Ólafi í gegnum tíðina. Stjórn F.S.L.Í. vottar eiginkonu Ólafs, Sigríði Einarsdóttur, börnum og ættingjum hugheilar samúðarkveðjur á þungbærri stund. Gunnar H. Helgason. yfir íslandi frá 1. jan. 1939 til dauða- dags, 13. okt. 1953. Sigurður átti því heimili hér í höfuð- borginni í tæp fimmtíu ár. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941. Stundaði síðan versl- unarrekstur um skeið og fékkst nokkuð við innflutning. í Útvegsbanka íslands í Reykjavík hóf hann störf 1. mars 1946 og varð forstöðumaður sparisjóðsdeildar bankans 1. júlí 1963 og hefir jafnframt haft með höndum ráðgjafastörf hin síðari ár. Sigurður hefir víða komið við í sögu félagsmála starfsmanna Útvegsbanka íslands. Hann tók fyrr á árum þrótt- Sigurður Sigurgeirsson bankafulltrúi

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.