Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 3

Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 3
3 Banka blaðið Samband íslenskra bankamanna stofnað 30. janúar 1935. Aðildarfélög eru 18 Félagsmenn í dag eru um 3600 Skrifstofa: Tjarnargata 14,101 R. Formaður: Hinrik Greipsson. Aðrir í stjórn og varastjórn: Hrafn- hildur B. Sigurðardóttir, Friðbert Traustason, Sigurður Geirsson, Margrét Brynjólfsdóttir, Yngvi Örn Kristinsson, Sólveig Guðmundsdótt- ir, Guðrún Hansdóttir, Birna Bjarna- dóttir, Kjartan P. Einarsson og Gunnar Hámundarson. Starfsmenn: Helgi Hólm, framkvæmdastjóri, Guðrún Ástdís Ólafsdóttir, fulltrúi, Kristín Guðbjörnsdóttir, skrifst.m. 52. árg. desember 1986. Útgefandi: Samband ísl. bankamanna. Ábyrgðarmaður: Hinrik Greipsson Ritstjóri: Helgi Hólm Aðsetur: Tjarnargata 14,101 R. símar: 26944 og 26252 Bankablaðið er prentað í 4000 eintökum og sent öllum félagsmönnum SÍB. Umbrot og filmuvinna: Repró Setning, prentun og bókband: Formprent. Stjórn og starfsfólk Sambands ísl. bankamanna sendir öllu bankafólki hugheilar óskir um gleðilegjól ogfarsælt nýtt ár. Hinrik Greipsson,form. SÍB: ÁGÆTU FÉLAGAR Fastur punktur í starfsemi SÍB er útgáfa þessa blaðs. Nú þegar það lítur enn dagsins Ijós eru ýmsar blikur á lofti í starfsemi bankanna. Hugmyndir um upp- stokkun bankakerfisins hafa verið reifaðar af ýmsum ráðandi aðilum þessa lands og umræðan væntanlega aldrei náð lengra en einmitt nú. Ekki er þó Ijóst hver útkoman verður. Það erósk Sambands íslenskra bankamanna að niðurstaða þess- ara hræringa verði sem hagstæðustfyrirfélagsmenn SÍB og við munum kappkosta að hagsmunir okkarfélagsmanna verði ekkifótum troðnir. Við munum beita öllum styrk stéttarfélagsins til þess að þær breytingar sem í vændum eru, valdi sem minnstri röskun á högumfélagsmanna. Á þessum tímamótum ríkir töluverð óvissa í kjaramálum bankamanna, Al- þingiskosningar eruað vori og þœr setja vissulega strikí reikninginn í þeim samn- ingum sem framundan eru. Það mun væntanlega verða erfitt að náfram umtals- verðum grunnkaupshækkunum við þessar aðstæður og jafnvel þótt þær næðust fram, vœri engin vissafyrir því að þær héldust. Kaupmáttartrygging er því algjör forsenda komandi samninga og samhliða henni ýmsar breytingar á skattákerfinu. Samninganefnd SÍB mun í komandi samningaviðræðumjafnframt leggja áherslu á jafnréttismál og öryggismál. Þó að Ijóst sé að jafnréttisbaráttan undanfarin árhafi skilað þó nokkrum árangri er enn langt í land að hægt sé að segja að jafnrétti milli kynjanna ríki í banka- kerfinu. SÍB mun því halda áfram þeirri baráttu. Öryggismál hafa ekkifengið mikla umfjöllun fram að þessu. Nauðsynlegt erað ræða þessi mál af alvöru m.a. til að fyrirbyggja að hér skapist ástand sem vel er þekkt i öðrum löndum, þarsem bankarán eru mjög tíð. Fræða þarf starfsfólk bankanna um, hvemig það á að bregðast við ef til óvæntra tíðinda dregur. Samstarf SÍB við félaga okkar á Norðurlöndunum ætti að geta skilað góðum árangri varðandi öryggismál, þarsem þeirhafa þurft aðglíma við mikil vandamál á þessu sviði og búa því yfir mikilli reynslu og þekkingu um þessi mál. Ágætu félagar, stjóm Sambands íslenskra bankamanna sendir ykkur baráttu- kveðjur með von um að nýtt árfæri okkurbætt kjörog bjartariframtíð. GLEÐILEG JÓL. Stjórnarmenn að störfum. Ýmis mál koma upp sem krefjast umfjöllunar. Hér eru Hrafnhildur, Margrét, Sigurður og Yngvi Örn að störfum. Forsíðumyndin er af trúnaðarmönnum SÍB og var hún tekin á kynningarnámskeiði sl. vor.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.