Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 15
T rúnaðarmannafrceðsla
15
MINNISBLAÐ FRÁ
NÁMSKEIÐI
Það var sannarlega ánægjulegt að
hitta aftur krakkana frá trúnaðar-
mannanámskeiðinu í vor að Tjarnar-
götu 14 í Reykjavík þann 20. okt. sl.
Flestir mættu og allir voru hressir og
kátir og auðvitað fullir áhuga fyrir
námskeiðinu sem framundan var.
Guðrún Ástdís setti námskeiðið og
bauð okkur velkomin og svo tók Diðrik
Haraldsson við og fræddi okkur um
fundarsköp og stjórn. Diðrik kenndi
okkur allt um hinar ýmsu tillögur og
eftir góðan fyrirlestur hófst verkleg
kennsla þar sem settur var á svið
aðalfundur í starfsmannafélagi Mun-
aðarbankans. Fundurinn tókst með
ágætum enda vanir menn sem lögðu
fram fjölmargar tillögur, breytingar-
tillögur og viðaukatillögur og ættu þær
því ekki að vefjast fyrir neinum í fram-
tíðinni.
Voru allir sammála um að Diðrik
væri snillingur í að virkja hæfileika
okkar í mælskulist og hefur nú losnað
um málbeinið svo um munar.
Næsta dag lærðum við allt um vísi-
tölu hjá Birni Arnórssyni hagfræðingi.
Hann byrjaði á að spyrja okkur ein-
faldrar spurningar um, hvað vísitala er
því nú á tímum þegar aðeins er rætt um
veðurfar og vísitölu þá getur auðvitað
enginn verið þekktur fyrir að viður-
kenna vankunnáttu sína. Það varð
heldur fátt um svör en Björn sagði að
vísitala væri raunverulega ekkert
annað en mælieining á hækkun eða
lækkun frá einu tímabili til annars
miðað við grunntímabil. Létti öllum
mikið við þessa uppljóstrun. Þá varð
ekki haldið aftur af Birni og sýndi hann
okkur ótal dæmi um hvernig hægt er
að blekkja almúgann með mismunandi
kvörðum og línuritum. Það verður
erfitt að blekkja okkur framvegis.
Helgi og Hinrik fóru svo í gegnum
kjarasamninginn með okkur og vitum
við nú það sem allir voru ekki vissir um
áður að SÍB hefur fyrir okkar hönd
gert eina þá bestu kjarasamninga sem
gerðir hafa verið á vesturhveli jarðar í
Bankastjórn Munaðarbankans tilkynnir nýjustu vaxtahækkanir. Talið frá vinstri: Guðjón
Ólafur, Sveinn og Rafn. Á myndina vantar Halldór B.
Björn Arnórsson, hagfræðingur, veltir
fyrir sér spurningunni: Hvað er vísitala?
Helgi Baldursson notaði sér myndbanda-
tæknina og lét þatttakendur æfa framsögn
ogframkomu.
alvöru. Nú er það okkar hlutverk að sjá
til þess, að samningar séu haldnir og
túlkaðir rétt og helst ríflega það. Mesta
umræðu fengu greinar um staðgengla,
fæðingarorlof og veikindafrí og því
nauðsynlegt að við trúnaðarmenn
fylgjum þessum greinum sem öðrum
fast eftir.
Þá var komið að hápunkti námskeið-
isins. Konurnar fóru í lagningu og
mættu stífmálaðar í sjónvarpsupptöku
sem Helgi Baldursson sá um. Allir
voru stjörnur í Hollywood og fengu að
koma fram og stjórna starfsmanna-
fundi. Það skal tekið fram að Helgi