Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 12
Trúnaðarmannafræðslan 1986
Þátttakendur í Trúnaðarmannanámskeiði I í Munaðarnesi í maí 1986.
Fræðsla sú er í boði var í námskeiðs-
formi fyrir trúnaðarmenn árið 1986
var eftirfarandi:
Kynningardagur nýkjörinna
trúnaðarmanna.
Allir trúnaðarmenn á Stór-Reykja-
víkursvæðinu voru boðaðir, og var
markmiðið það að trúnaðarmenn
kynntust starfi SÍB og fengju innsýn í
hvernig þeir ættu að leysa störf þau af
hendi sem til var ætlast af þeim sem
talsmenn samstarfsmanna sinna.
Kynningardagurinn var vel sóttur og
tókst með ágætum. Leiðbeinendur
voru: Guðrún Ástdís Ólafsdóttir,
fræðslufulltrúi SÍB og Helgi Hólm,
framkvæmdastjóri SÍB.
Vandamálin leyst í Munðarnesi. Þórdís
Skaptadóttir úr Reiknistofu bankanna og
Halldór B. Halldórsson úr Landsbankanum
takast á við verkefni.
Trúnaðarmannanámskeið I
Námskeiðið var að þessu sinni haldið
í Munaðarnesi dagana 12.-15. maí.
Varð sá staður fyrir valinu vegna
góðrar reynslu á sl. ári, því námskeið
var þá haldið þar í fyrsta sinn. Náms-
efni sem farið var yfir á því námskeiði
er æði yfirgripsmikið, þannig að tím-
inn er nýttur til fulls, og óhætt að segja
að ekki fari mínúta til spillis.
Veigamestu þættirnir sem farið var
ítarlega í eru:
1) Kjarasamningur SÍB og bankanna.
2) Réttindi og skyldur trúnaðar-
manna.
3) Leiðbeiningar í félagsstörfum.
4) Starfsemi og markmið SÍB.
5) Kynning á Norrænni samvinnu sem
KAI ÖHMAN fyrrverandi forseti
NBU flutti og svaraði fyrirspurnum
um.
Kaj Öhman forseti NBU.