Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 23
imm
V'*E««*8V
Nugetumvlðöll
fengið hámarksávöxtun.
Hafðu
mm
'a hendi
SPARISJÓÐUR
KÓPAVOGS
DK3RATŒSVEQ1 10 - EMQIHJALLA 8 - StMl 41900
börnum sínum. Hvað dagvistun varð-
ar, þá eru flest hinna yngri barna á
dagheimili eða leikskóla. Mjög stórir
hópar eru hjá dagmömmum og í hópi
þeirra eldri, þ.e. milli 7 og 12 ára eru
mjög margir með stopula dagvistun
eða alls enga.
MikiII kostnaður.
Kostnaður á barn er að meðaltali á
milli kr. 4800 og 6800. Um 16% svar-
enda töldu líkur á að þurfa að segja upp
starfi vegna óviðunandi ástands í dag-
vistunarmálum.
Mest þörf á dagheimili.
Könnunin sýnir, að mest þörf er á
dagheimilisrými, en þar næst á skóla-
dagheimilum.
Mikill áhugi.
Þegar spurt var, hvort fólk hefði
áhuga á að vista barn á stofnun sem
yrði rekin af foreldrum innan SÍB, þá
svöruðu um 70% því jákvætt, sérstak-
lega sá hópur sem vistar börn sín hjá
dagmömmum.
Þá var einnig spurt, hvort fólk væri
tilbúið að leggja eitthvað af mörkum til
að koma dagvistunarheimilum á stofn.
Þessu svöruðu um 80% með jái.
Eðli málsins samkvæmt voru sumir fundar
mannanna á unga aldri.
Félagið stofnað.
Þann 17. september 1986 var síðan
boðað til almenns félagsfundar að
Hótel Hof. Á dagskrá fundarins var að
stofna félag, ef nægilegur áhugi væri
enn fyrir hendi. Einnig var boðið til
fundarins aðstandendum barnaheimil-
isins Óss, en það er rekið af foreldrum
þeirra barna sem þar dvelja.
Á fundinn mættu um 100 eldhressir
félagsmenn og er skemmst frá því að
segja, að samþykkt var að stofna félag
og var á fundinum kosin undirbúnings-
nefnd. í hana voru kosnir eftirtaldir:
Margrét Kaaber, Landsbanka, Guðrún
Ásta Karlsdóttir, Verzlunarbanka,
Gerður Bjarnadóttir, Búnaðarbanka,
Inga Dís Guðmundsóttir, Landsbanka,
Kristín Guðmundsdóttir, Landsbanka.
Einnig var samþykkt að skora á stjórn
SÍB að tilnefna einn fulltrúa til að
vinna með undirbúningsnefndinni.
Stjórnin skipaði síðan Guðrúnu Hans-
dóttur í það starf.
Ekki er ólíklegt, að þegar þessi frá-
sögn berst fyrir augu bankafólks, að
búið sé að stofna þetta félag formlega.
En nú, í byrjun nóvember, er undir-
búningur í fullum gangi og meira um
það síðar.