Bankablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 6
6
Anna ívarsdóttir:
HU GLEIÐIN G AR UM
JAFNRÉTTISMÁL
Mig langar í þessari grein að hug-
leiða misræmi í launum milli kynja,
atvinnuþátttöku og félagslegar að-
stæður kvenna, sérstaklega með konur
í bankastétt í huga.
Hvers vegna
launamunur?
Hvaða atriði eru það sem hafa áhrif á
launamun í þjóðfélaginu? Oft eru
nefnd eftirfarandi atriði: menntun,
starfsaldur, aldur og starfshlutfall.
Gengið er út frá því að þessir þættir fái
visst vægi í launum. Þegar tekið hefur
verið tillit til þessara þátta eiga allir
sem tilheyra sama hópnum og vinna
svipuð störf að hafa sömu laun. Gott og
vel. En í könnun sem var gerð nýlega á
vegum Norræna bankamannasam-
bandsins kom í ljós að þegar tekið hafði
verið tillit til þessara þátta var launa-
munur milli kynja í íslenska banka-
kerfinu 13,7%. Könnun sem gerð var
fyrir 3 árum og unnin á sama hátt gaf
til kynna að launamunur væri 12,4%.
Samkvæmt þessu hefur bilið heldur
breikkað.
Miðað við óbreyttar aðstæður er
mikilvægt að hvetja konur til að not-
færa sér þá framamöguleika sem
bjóðast innan bankakerfisins. Þá mun
launamunur milli kynja minnka. Það
má orða það þannig að við búum við
13,7% launamun og hann minnkum við
aðeins með því að koma okkur á fram-
færi á sama hátt og karlar.
Stærstur hluti bankamanna hefur
góða grunnmenntun en aðeins lítill
hluti hefur háskólamenntun. Lítill
munur er á menntun karla og kvenna.
Þegar ráðið hefur verið í stöður innan
bankakerfisins hefur fagleg reynsla
oft ráðið meiru en prófskírteini.
Sennilega er þetta þó að breytast eftir
því sem þjóðfélagið verður sérhæfð-
ara og því mikilvægt fyrir konur jafnt
sem karla að afla sér góðrar mennt-
unar.
Ef horft er á mun á starfsaldri/aldri
milli karla og kvenna sést að karlar
hafa vinninginn. Ef hinsvegar er horft
á þá sem hafa hafið störf seinustu 15
árin er lítill munur milli kynja. Ég held
því að þennan mun megi rekja til þess
tíma þegar bankastörf voru unnin svo
til eingöngu af körlum.
Atvinnuþátttaka.
Því er oft haldið fram að konur líti á
vinnuna meira sem hobbý en alvöru og
er þá bent á konur í hlutastörfum því til
sönnunar. Ef við lítum á bankakerfið
sést að stór hluti kvenna sem gegnir
hlutastörfum vinnur á álagstímum t.d.
fyrstu daga mánaðar. Þessi rök eru því
heldur haldlítil. Þvert á móti má halda
því fram að þessi starfskraftur sé
bankanum dýrmætari en annar, þar
sem aðeins koma til launagreiðslur
fyrir það tímabil þegar hámarksnýting
er á starfsfólki.
Eins og fram hefur komið er tiltölu-
lega lítill munur á bankamönnum hvað
varðar menntun og starfsreynslu og
því ættu konur að hafa svipaða mögu-
leika og karlar. Hinsvegar búa flestar
konur við tvöfalt vinnuálag þar sem
konur sjá að mestu um heimilisstörf og
eru þá um leið að keppa úti á vinnu-
markaðnum. Flestir eru sammála um
að tvo þurfi til að sjá fyrir heimili. Því
ætti það að vera hagur beggja aðila að
skipta með sér heimilisstörfum þannig
að konan hafi möguleika á að hasla sér
völl úti á vinnumarkaðinum. (Hér geri
ég ráð fyrir því að makar keppi ekki
um sömu stöðu!).
Félagsleg atriði.
Það eru til mörg dæmi um að konur
hafi hætt störfum vegna þess að þær
hafi ekki fengið örugga dagvistun fyrir
börn sín. Núna er unnið að því hjá SÍB
að stofna foreldrafélag sem hefur á
stefnuskrá sinni að stofna og reka dag-
vistarheimili fyrir börn bankastarfs-
manna.
í seinustu kjarasamningum kom
fram krafa hjá SÍB um fæðingarorlof
fyrir feður. Sú krafa náði ekki fram að
ganga, en vonandi verður þessi krafa
sett fram aftur núna í þeim samningum
sem framundan eru,
Oft er sagt að konur séu ekki eins
duglegar í að trana sér fram og karlar,
þ.e. að konur skortir það sjálftraust
sem þarf til þess að komast í góðar
stöður. Hér á landi hafa verið haldin á
vegum einkaskóla námskeið sem
stuðla að því að efla sjálftraust kvenna
og hvetja þær um leið til að keppa um
sömu störf og karlar. í Noregi hefur
norska bankamannasambandið staðið
fyrir slíkum námskeiðum og hefur
verið mikill áhugi á þeim. Það ætti því
að vera tilvalið fyrir SÍB að kanna
möguleika á slíkum námskeiðum og
verða fyrst íslenskra stéttarfélaga til
að bjóða upp á „hvatninganámskeið”
fyrir konur.
Að lokum vil ég leggja áherslu á að
konur hafi sama lagalegan rétt til
starfa og karlar. Ábyrgð samstarfs-
kvenna okkar er stór. Við verðum að
standa saman og hvetja hæfar konur til
að sækja upp framabrautina. Því þessa
baráttu vinnur enginn fyrir okkur. Það
er okkar að sækja á brattann og komast
alla leið.